Prúndjús (1984)

Hljómsveitin Prúndjús starfaði í Keflavík haustið 1984, engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og væri allt slíkt vel þegið.  

Pandóra (1988-91)

Keflvíska hljómsveitin Pandóra var áberandi í tónlistarlífi Suðurnesja um 1990 og ól reyndar af sér hljómsveitina Deep Jimi and the Zep Creams sem reyndi fyrir sér á erlendum markaði. Pandóra var stofnuð í Keflavík vorið 1988, fáeinum vikum áður en sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Árnason bassa- og…

Júbó (1970-72)

Hljómsveitin Júbó var ein af fjölmörgum Keflavíkursveitum sem starfræktar voru á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar. Júbó var stofnuð sumarið 1970 upp úr tveimur keflvískum sveitum, annars vegar Júdas sem þá hafði misst Magnús Kjartansson til Trúbrots og hætt í kjölfarið, hins vegar Bóluhjálmum sem einnig hafði hætt um þessar mundir. Eins og glöggir…

Júdas [1] (1968-70 / 1973-76)

Hljómsveitin Júdas var partur af þeirri tónlistarvakningu sem kennd hefur verið við Keflavík en sveitin var einna fyrst til að spila soul og funk hérlendis, sjálfsagt má að einhverju leyti tengja það við veru varnaliðsins í næsta nágrenni og þá erlendu strauma sem því fylgdi. Þeir félagar, Ólafur Júlíusson trommuleikari (bróðir Rúnars Júl.), Vignir Bergmann…

Keflavíkurkvartettinn (1963-73)

Keflavíkurkvartettinn var eins konar útibú frá Karlakór Keflavíkur og starfaði um áratuga skeið á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar. Tilurð kvartettsins varð með þeim hætti að hann var settur saman fyrir skemmtiatriði á tíu ára afmæli Karlakórs Keflavíkur vorið 1963, þá undir stjórn Herberts H. Ágústssonar. Uppákoman heppnaðist það vel að ákveðið var að…

Karlakórinn Svanur [2] (1917-21)

Karlakórinn Svanur mun hafa verið starfræktur í Keflavík á árunum 1917-21. Friðrik Þorsteinsson var stjórnandi kórsins en hann var aðeins sautján ára gamall er hann fékk þann starfa 1917. Allar nánari upplýsingar um þennan kór óskast sendar til Glatkistunnar.

Karlakórinn Ægir [1] (1934-39)

Keflvíski karlakórinn Ægir starfaði í fimm ár á fjórða áratug síðustu aldar. Það mun hafa verið Kristján Guðnason sem stofnaði Ægi haustið 1934 og fékk nýútskrifaðan kennara og síðar bæjarstjóra til að stjórna honum, sá hét Valtýr Guðjónsson og var aðeins tuttugu og þriggja ára gamall þegar kórinn var stofnaður. Karlakórinn Ægir starfaði í fimm…

Danshljómsveit Keflavíkur (1959-63)

Fáar og litlar heimildir er að finna um Danshljómsveit Keflavíkur sem starfaði á árunum í kringum 1960 og eitthvað fram á sjöunda áratuginn, líklega þar til bítlatónlistin skók Keflavík og heiminn allan reyndar. Sveitin starfaði undir stjórn Guðmundar H. Norðdahl frá 1959 og til 1963 að minnsta kosti. Þá voru í sveitinni auk Guðmundar sem…

Drákon (1997-)

Keflvíska hljómsveitin Drákon kom við sögu í tveimur hljómsveitakeppnum árið 1997 en síðan hefur farið lítið fyrir henni. Sveitin sem spilaði eins konar þungt rokk, vakti fyrst athygli vorið 1997 í Músíktilraunum Tónabæjar þar sem hún komst alla leið í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Eyjólfur Kristinsson söngvari, Jóhann Davíð Albertsson trommuleikari, Arnar Már Frímannsson…

Drengjalúðrasveit Keflavíkur (1961-71)

Drengjalúðrasveit Keflavíkur var ein öflugasta lúðrasveit drengja sem hér starfaði en eins og flestir vita var tónlistarlíf í Keflavík með því blómlegasta hérlendis á sjöunda áratugnum, sveitarfélagið kom eitthvað að fjármögnun sveitarinnar. Lúðrasveitin var stofnuð vorið 1961 og var Herbert H. Ágústsson stjórnandi hennar frá upphafi en Gunnar Egilson og Jósef Magnússon voru einnig kennarar…

Rofar [1] (1964-66)

Unglingahljómsveitin Rofar starfaði í Keflavík 1964-66. Rofar, sem var hljómsveit í hringiðu bítlalífsins í Keflavík, hafði að geyma Jóhann Helgason sem síðar átti eftir að koma heldur betur við sögu í íslensku tónlistarlífi en aðrir meðlimir voru Friðrik [?] bassaleikari, Ingi Oddsson trommuleikari og Ómar Emilsson gítarleikari. Ekki er ljóst hvort fleiri komu við sögu…

Oblivion (1998)

Hiphop-sveitin Oblivion kom frá Suðurnesjunum, líklega Keflavík og starfaði allavega 1998 – hugsanlega var hún byrjuð 1997. Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998 og voru meðlimir hennar þá Davíð Baldursson hljóðsmali, Arnar Freyr Jónsson rappari, Oddur Ingi Þórsson rappari, Elvar Þ. Sturluson rappari, Tómas Viktor Young trymbill og Haukur Ingi Hauksson skratsari. Sveitin komst…

Beatniks [1] (1961-63)

Hljómsveitin Beatniks frá Keflavík var starfrækt 1961-63 og hafði á að skipa ekki ómerkari mönnum en Þorsteini Eggertssyni söngvara (og síðar einum afkastamesta textahöfundi landsins) og Eggert Kristinssyni trommuleikara (Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Hljómar o.fl.). Guðrún Frederiksen söng einnig með sveitinni en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Edward Frederiksen píanóleikari, Björn Jónsson Haukdal gítarleikari og Eiríkur Sigtryggsson…

Echo [4] (1962-68)

Hljómsveitin Echo (stundum nefnd Ekkó) var starfrækt í nokkur ár í Bítlabænum Keflavík og allt eins getur hún talist fyrsta bítlasveitin þar í bæ. Echo var að öllum líkindum stofnuð 1962 en bræðurnir Finnbogi (Júdas, Fresh o.fl.) og Magnús Kjartanssynir (Trúbrot, Óðmenn, Júdas o.m.fl.) voru meðal meðlima hennar en Magnús var bassaleikari í henni, síðar…

Gálan (1998-)

Gálan er aukasjálf Júlíusar Freys Guðmundssonar sem er kunnur tónlistarmaður, upptökumaður og útgefandi úr Keflavík, hann á ekki langt að sækja tónlistaráhugann enda sonur Rúnars Júlíussonar bítils númer eitt á Íslandi. Nafnið Gálan kemur fyrst fyrir í hljómsveitarnafninu Gálan, götuleikarinn og guð en Júlíus hafði áður verið í þeirri sveit. Árið 1998 gaf Gálan út…

Groupsex (1981)

Hljómsveitin Groupsex var að öllum líkindum starfandi 1981, hún var úr Keflavík og innihélt söngkonuna Ruth Reginalds, Wayne [?] bassaleikara, Stíg Dagbjartsson [?], Greg [?] og Binna [?] trommuleikara. Sveitin varð ekki langlíf en náði að spila í Færeyjum. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Gula Bandið (um 1934-40)

Gula bandið var fyrsta starfandi danshljómsveit í Keflavík og hlaut hún nafn sit af gulum skyrtum sem meðlimir sveitarinnar klæddust er þeir léku á böllum. Hún var starfandi innan Ungmennafélags Keflavíkur á fjórða og hugsanlega fram á fimmta áratug síðustu aldar en elstu heimildir um hana munu vera frá 1934. Lengst af voru meðlimir Gula…

Hvítar reimar (1987)

Hljómsveitin Hvítar reimar úr Keflavík og Sandgerði var stofnuð snemma vors 1987 og keppti nokkru síðar í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður R. Óskarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Skúlason trommuleikari, Lárus F. Guðmundsson söngvari og Sverrir Ásmundsson bassaleikari. Hún komst ekki áfram í úrslit tilraunanna.

Munkar (1991)

Hljómsveitin Munkar er frá Keflavík, starfandi 1991. Þá var sveitin skipuð þeim Birni Árnasyni bassaleikara, Veigari Margeirssyni hljómborðs- og trompetleikara, Ara Daníelssyni saxófónleikara og Helga Víkingssyni trommuleikara. Það sama ár, 1991, átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Munka.

Ofris (1983-88)

Ofris frá Keflavík var stofnuð líklega 1983 og starfaði til hausts 1988. Í upphafi var um eins konar pönk- eða nýbylgjusveit að ræða en tónlist hennar þróaðist með tímanum og varð poppaðri með jafnvel djassívafi. Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1985 og voru meðlimir hennar þá Þröstur Jóhannesson söngvari og gítarleikari (Texas Jesús o.fl.), Magnús…

Qtzjí qtzjí qtzjí (1983-85)

Hljómsveit úr Keflavík, starfandi 1983-85, kallaði sig þessu einkennilega nafni. Einhverjir meðlimanna höfðu verið í Vébandinu sem hætti störfum litlu fyrr. Qtzjí qtzjí qtzjí (gæti reyndar hafa heitað Qtzjí qtzjí) var skráð til leik í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985 en mætti ekki til leiks. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi Eðvarð F. Vilhjálmsson trommuleikari, Einar Falur…

Ruth Reginalds (1965-)

Ruth (Rut) Scales Reginalds (f. 1965) er að öllum líkindum ein skærasta barnastjarna íslenskrar tónlistarsögu en um leið dapurlegt dæmi um hvernig frægð, athygli og freistingar því tengt getur leikið börn í hennar sporum. Ruth hafði búið í New York í nokkur ár sem krakki þegar hún kom heim til Íslands og flutti til Keflavíkur…

Rúnar Júlíusson – Efni á plötum

Rúnar Júlíusson – Come into my life / Let’s go dancin’ [ep] Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 003 Ár: 1975 1. Come into my life 2. Let’s go dancing Flytjendur Björgvin Halldórsson – raddir Engilbert Jensen – raddir Rúnar Júlíusson – bassi og söngur Rick Leob – trommur Gunnar Þórðarson – gítar Rúnar Júlíusson – Hvað dreymdi sveininn?…

Safnaðarfundur eftir messu (2002-07)

Hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu var frá Keflavík og innihélt sveitin m.a. Gunnar Inga Guðmundsson á bassa, sem hafði einnig verið í Topaz. Hann samdi einmitt þjóðhátíðarlag Vestmannaeyinga 2003, sem Skítamórall flutti. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Gylfi Gunnar Bergmann Gylfason gítarleikari, Jón Marinó Sigurðsson söngvari og Þorvaldur Halldórsson trommuleikari. Sveitin var stofnuð 2002 og vorið 2006…

Splendit (1985-86)

Hljómsveitin Splendit (einnig nefnd Splendid) var stofnuð síðla árs 1985 og keppti í Músíktilraunum vorið 1986, sveitin komst ekki í úrslit keppninnar. Splendit var frá Keflavík og Njarðvík og innihélt sjö meðlimi, þar af eina stúlku. Litlar upplýsingar er að finna um sveitina en Ásmundur Örn Valgeirsson og Þórður Helgi Þórðarson (sem síðar skipuðu dúettinn…

Vébandið (1981-83)

Nýbylgjusveitin Vébandið frá Keflavík, starfaði um tveggja ára skeið á árunum 1981-83 og var meðal þeirra sveita sem kepptu í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982, hún komst ekki í úrslit en vakti nokkra athygli og lék á fjölmörgum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu um þetta leyti. Vébandið var stofnað af Ragnari Júlíusi Hallmannssyni trommuleikara, Georg…