Afmælisbörn 23. júlí 2015

Jóhann Þórisson

Jóhann Þórisson

Í dag er einn tónlistarmaður á afmælislista Glatkistunnar:

Sá heitir Jóhann (Jón) Þórisson og á fimmtíu og níu ára afmæli á þessum degi. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í þeirri síðast töldu. Jóhann er bróðir Rúnars Þórissonar.