Afmælisbörn 11. febrúar 2016

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum: Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er fimmtíu og sjö ára. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs, Ingva Þór…

Afmælisbörn 10. febrúar 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi á stórafmæli en hann er hvorki meira né minna en fertugur á þessum annars ágæta degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur…

Blúshátíð í Reykjavík 2016 – miðasala hafin

Blúshátíð í Reykjavík 2016 er framundan og er miðasala hafin á Miði.is. Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilvikunni, miðvikudags- fimmtudags- og föstudagskvöld, þar sem fram kemur blústónlistarfólk í fremstu röð. Dúndrandi stemning verður á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleika þar sem allt getur gerst. Hægt er að kaupa svokallaðan…

Afmælisbörn 9. febrúar 2016

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og þriggja ára. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni, Scream og…

Afmælisbörn 8. febrúar 2016

Afmælisbörnin eru fjögur talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og eins árs en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað –…

Afmælisbörn 7. febrúar 2016

Afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Afmælisbörn 6. febrúar 2016

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er fimmtíu og átta ára en hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg er fjörutíu…

Járnkarlarnir (1988)

Rokkhljómsveit að nafni Járnkarlarnir starfaði í fáeina mánuði fyrri hluta árs 1988. Meðlimir sveitarinnar voru Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Kristján Edelstein gítarleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Baldvin Sigurðarson bassaleikari og Bjartmar Guðlaugsson söngvari og gítarleikari, allt þrautreyndir kappar á ballsviðinu. Halldór Lárusson gæti einnig hafa verið trommuleikari sveitarinnar um tíma. Bjartmar hafði einmitt jólin á undan…

Járnsíða (1979)

Hljómsveitin Járnsíða var skammlíft sjö manna band skipað ólíkum einstaklingum á ýmsum aldri og með afar mismunandi bakgrunn. Þeir voru Andrés Helgason ásláttar- og trompetleikari, Eiríkur Pálsson trompetleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Guðmundur Ingólfsson píanóleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Gústaf Guðmundsson trommuleikari og Eiríkur Hauksson söngvari. Sveitin kom fram í aðeins eitt skipti, á uppákomu hjá Jazzvakningu…

Djellý systur (1982-86)

Kvennahljómsveitin Djellý systur úr Kópavoginum starfaði á árunum 1982-86, í kjölfar vinsælda Grýlnanna sem þá voru á toppi ferils síns. Djellý systur (einnig ritað Jelly systur) voru stofnaðar í Kvennaskólanum í Reykjavík og komu fyrst fram sem skemmmtiatriði á uppákomu í skólanum vorið 1982. Upphaflegir meðlimir hljómsveitarinnar voru þær Ragna Gunnarsdóttir hljómborðsleikari, Elísabet Sveinsdóttir trommuleikari,…

Jemm & Klanks (1993)

Jemm & Klanks var líkast til hljóðversverkefni fremur en eiginleg hljómsveit en þau sendu frá sér eitt lag á safnplötunni Blávatn sem kom út 1993. Meðlimir Jemm & Klanks á þeirri útgáfu voru Jens Hansson hljómborðsleikari og söngvari (Sálin hans Jóns míns o.fl.), Hanna Steina Hjálmtýsdóttir söngkona (Orgill o.fl.) og Björgvin Gíslason gítarleikari (Náttúra o.fl.).

Afmælisbörn 5. febrúar 2016

Í dag er aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Dalamaðurinn Friðjón Þórðarson fyrrum alþingismaður og ráðherra (fæddur 1923) hefði átt afmæli á þessum degi en hann var einn söngkvartettsins Leikbræðra sem gerðu garðinn frægan hér á árum áður. Leikbræður gáfu út nokkrar plötur, þar af eina stóra með eldri upptökum en hún kom út…

Afmælisbörn 4. febrúar 2016

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag: Óskar Norðmann einsöngvari og stórkaupmaður (1902-71) átti afmæli á þessum febrúar degi en hann var einna fyrstur íslenskra einsöngvara til að starfa á erlendri grundu. Hann söng einsöng á plötum með Karlakór KFUM og einnig á nokkrum öðrum 78 snúninga plötum. Söng hans má heyra á safnplötunni…

Afmælisbörn 3. febrúar 2016

Í dag er aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Sigríður (Guðmundsdóttir) Schiöth söngkona og organisti (1914-2008) hefði átt afmæli á þessum degi. Hún var mikill drifkraftur í söngmálum Eyfirðinga og reyndar Húsvíkinga einnig, hún stýrði fjölmörgum kórum og var organisti víða um norðlenskar sveitir, söng sjálf með kórum og hélt jafnvel einsöngstónleika, samdi bæði…

Meira efni í gagnagrunn Glatkistunnar

Síðasta mánuðinn hafa bæst við gagnagrunninn hátt í fimmtíu „spjöld“ sem innihalda upplýsingar um hljómsveitir, kóra, einstaklinga og annað tónlistartengt. Meðal þekktustu nafna má nefna hljómsveitir eins og Kikk sem var fyrsta hljómsveitin sem Sigríður Beinteinsdóttir (Sigga Beinteins) og Guðmundur Jónsson (Gummi í Sálinni) létu að sér kveða svo eftir var tekið, Káta pilta úr…

Jazz [fjölmiðill] (1947)

Tímaritið Jazz kom út 1947 á vegum Tages Ammendrup, sem jafnframt var ritstjóri blaðsins. Alls komu út sjö tölublöð af Jazzi og var blaðið einkar fjölbreytilegt að efni, í því var að finna greinar um djasstónlistarfólk íslenskt sem erlent og fréttir úr djassheiminum, auk þess sem blaðið hafði að geyma bréf frá lesendum, plötufréttir, nótur…

Jazzband Reykjavíkur [2] (1990)

Jazzband Reykjavíkur starfaði í nokkra mánuði árið 1990 og innihélt m.a. tvo af efnilegustu dægurlagasöngvurum þess tíma. Þau Móeiður Júníusdóttir (átján ára) og Páll Óskar Hjálmtýsson (tvítugur) höfðu lent í öðru og þriðja sæti Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin hafði verið í fyrsta skiptið vorið 1990. Þau ákváðu í framhaldinu að vinna saman og fengu til…

Jazzmál [fjölmiðill] (1967)

Jazzmál var tímarit um djasstónlist, gefið út vorið 1967 en aðeins eitt tölublað leit dagsins ljós. Blaðið hafði að geyma greinar, viðtöl, gagnrýni og aðra almenna djassumfjöllun, og til stóð að það kæmi ársfjórðungslega út en um fimmtán hundruð eintök þurfti að selja til að útgáfan borgaði sig. Það virðist ekki hafa gengið eftir. Það…

Jazzþingeyingar (1990)

Djasskvartettinn Jazzþingeyingar störfuðu á Húsavík 1990. Það sama sumar lék sveitin á Jazzhátíð Egilsstaða og voru meðlimir hennar Haraldur Jóhannesson baritón saxófónleikari, Sigurður Friðriksson píanóleikari, Leifur Vilhelm Baldursson bassaleikari og Bragi Ingólfsson trommuleikari. Sveitin hafði þá verið stofnuð nokkrum vikum fyrr. Um haustið hafði Birgir Jósefsson tekið við trommunum af Braga. Jazzþingeyingar virðast ekki hafa…

Jazzþing [félagsskapur] (1986-96)

Tónlistarklúbburinn Jazzþing var félag þingeysks áhugafólks um djasstónlist, starfandi á Húsavík. Jazzþing var stofnað snemma á árinu 1986 og varð vettvangur djasskvölda af ýmsu tagi en aukinheldur stóð klúbburinn fyrir hvers kyns djasstengdum uppákomum s.s. tónleikum og námskeiðum í djasstónlistarhlustun en hlutverk kórsins var að kynna og breiða út djasstónlistina í héraðinu. Félagið var nokkuð…

Afmælisbörn 1. febrúar 2016

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Tage Ammendrup (1927-95) átti afmæli á þessum degi en hann var mikilvirkur plötuútgefandi og kom að tónlist með ýmsum hætti. Hann rak tvær hljómplötuútgáfur, Íslenzka tóna og Stjörnuhljómplötur og komu eitthvað á fjórða hundrað platna út undir merkjum þeirra. Hann gaf ennfremur út tvö tímarit um tónlist,…