Afmælisbörn 11. apríl 2016

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextugur í dag og á því stórafmæli, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur,…

Bera nafn með rentu

Meistarar dauðans – Meistarar dauðans Askur games AG001, 2015 Hljómsveitin Meistarar dauðans hafa fyrir löngu vakið athygli fyrir framlag sitt til tónlistarinnar þrátt fyrir að vera ungir að áður. Þeir hafa náð sér í heilmikla reynslu á því fjögurra ára tímabili sem sveitin hefur starfað en trymbill sveitarinnar Þórarinn Þeyr Rúnarsson var aðeins átta ára…

Jötunuxar – Efni á plötum

Jötunuxar – Jötunuxar [12″] Útgefandi: Jötunuxar Útgáfunúmer: GG 001 Ár: 1991 1. Vilji Sveins 2. Draumur 3. Ég spái í þig 4. Á fullri ferð Flytjendur: Rúnar Örn Friðriksson – söngur Guðmundur Gunnlaugsson – trommur Hlöðver Ellertsson – bassi Jón Óskar Gíslason – gítar Jósef Sigurðsson – hljómborð Rúnar Júlíusson – söngur

Jötunuxar (1990-94)

Rokksveitin Jötunuxar var stofnuð í Reykjavík haustið 1990 en einhverjir meðlima hennar höfðu þá áður verið í Centaur. Í upphafi kölluðu þeir félagar sig Fullt tungl og náðu að koma út lagi á safnplötunni Hitt og þetta aðallega þetta alla leið undir því nafni, og þá skipuðu sveitina þeir Rúnar Örn Friðriksson söngvari, Guðmundur Gunnlaugsson…

Jörundur Guðmundsson – Efni á plötum

Jörundur Guðmundsson – Jörundur Guðmundsson slær í gegn Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 106 / SG – 752 Ár: 1977 1. Nýjasta tækni og vísindi 2. Í skugga af þér 3. Hjónaspil 4. Nonni og bréfaskólinn 5. Dagskrárkynning 6. Þangverksmiðjan 7. Hvaða ballet? 8. Nú liggur vel á okkur 9. Hver er í símanum?…

Jörundur Guðmundsson (1947-)

Margir muna eftir Jörundi Guðmundssyni skemmtikrafti, hann var kunnastur fyrir eftirhermur sínar en hann fékkst einnig við þáttagerð í útvarpi og jafnvel sjónvarpi auk þess að eiga tónlistarferil á yngri árum. Jörundur (Arnar) Guðmundsson fæddist á Akureyri 1947 og bjó þar fram á fullorðinsár. Hann var á yngri árum í hljómsveitum og lék á trommur…

Jörn Grauengård (1921-88)

Danski gítarleikarinn og hljómsveitarstjórinn Jörn (Jørgen) Grauengård (f. 1921) var íslenskum tónlistaráhugamönnum að góðu kunnur um miðja síðustu öld en hann lék þá undir og stjórnaði hljómsveitum á tugum platna með söng íslenskra söngvara. Meðal íslenskra söngvara sem störfuðu með Grauengård voru Haukur Morthens, Erla Þorsteins, Ingibjörg Smith og Ragnar Bjarnason en plöturnar voru oftast…

Afmælisbörn 8. apríl 2016

Þrjú afmælisbörn er á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er sjötíu og tveggja ára, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna,…

Afmælisbörn 7. apríl 2016

Þrír tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í afmælisdálk Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötugur á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna með…

Júníus Meyvant á Hróarskeldu

Fyrr í dag sendi Roskilde Festival út tilkynningu með öllum þeim flytjendum sem munu koma fram á hátíðinni í sumar en hún fer fram um mánaðarmót júní og júlí. Þeirra á meðal var Júníus Meyvant tilkynntur, en hann kemur fram á fimmtudeginum í Pavilion tjaldinu. Hann er því eini íslenski flytjandinn sem kemur fram á hátíðinni eftir…

Afmælisbörn 6. apríl 2016

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sextíu og tveggja ára. Hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari Sigur rósar er fertugur ára og á því stórafmæli á þessum degi, áður…

Afmælisbörn 5. apríl 2016

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sextíu og fjögurra ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér í…

Afmælisbörn 4. apríl 2016

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og eins árs á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig leikið…

Júnó 31 (1990)

Litlar heimildir finnast um hljómsveitina Júnó 31 sem skipuð var unglingum á aldrinum þrettán til fjórtán ára og starfaði á Flateyri vorið 1990. Júnó 31 sá um undirleik í leikritinu Randaflugunni sem Leikfélag Flateyrar setti á svið vorið 1990 en ekki liggur fyrir hver nöfn meðlima sveitarinnar voru eða hljóðfæraskipan hennar.

Júnó kvintett (1963-66)

Júnó kvintett starfaði í Stykkishólmi á árunum 1963 til 1966, og hugsanlega lengur. Júnó lék einkum á héraðsmótum á heimaslóðum og nágrenni en munu reyndar einnig hafa farið suður til Reykjavíkur og þá leikið t.d. í Glaumbæ. Liðsmenn sveitarinnar voru þeir Sigurður Björgvinsson [?], Friðrik Alexandersson gítarleikari, Jón Svanur Pétursson [?], Ólafur Geir [Þorvarðarson?] saxófónleikari,…

Júnó kvartett (1959)

Hljómsveit sem bar heitið Júnó kvartett starfaði á Akureyri veturinn 1959-60 að minnsta kosti. Engar upplýsingar finnast um skipan sveitarinnar en hún lék um veturinn á Hótel KEA. Allar upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Jökulsveitin (1992-94)

Jökulsveitin var blúshljómsveit skipuð ungu og efnilegu tónlistarfólki á fyrri hluta tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin sem stofnuð var snemma árs 1992, hafði á að skipa ungum menntskælingum sem voru Margrét Sigurðardóttir söngkona en hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna um svipað leyti, Georg Bjarnason bassaleikari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Finnur Júlíusson hljómborðsleikari, Jón Indriðason trommuleikari og Heiðar…

Júdas og fleiri sveitir í gagnagrunn Glatkistunnar

Á fjórða tug hljómsveita og annarra tónlistartengdra flytjenda bættist í gagnagrunn Glatkistunnar í mars mánuði og nálgast nú fjöldi þeirra fimmtán hundruð. Enn er bætt við bókstafinn J í gagnagrunninn og þeirra á meðal má nefna stærri nöfn eins og Jón Pál Bjarnason gítarleikara og Júlíus Agnarsson, hljómsveitirnar Júdas og Jójó frá Skagaströnd en sú…

Afmælisbörn 2. apríl 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fjörutíu og sjö ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Afmælisbörn 1. apríl 2016

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar elur hann manninn einmitt…