Afmælisbörn 6. apríl 2016

Berglind Bjarnadóttir 1978

Berglind Bjarnadóttir

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar:

Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sextíu og tveggja ára. Hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi.

Georg Hólm bassaleikari Sigur rósar er fertugur ára og á því stórafmæli á þessum degi, áður en hann gerði garðinn frægan með Sigur rós hafði hann leikið með sveitum eins og Föss, Korn og Vínyl.

Þriðja afmælisbarn dagsins er Ragnar Þórhallsson söngvari og gítarleikari Of monsters and men en hann er tuttugu og níu ára gamall í dag.

Ennfremur hefði Berglind Bjarnadóttir (1957-86) söngkona Lítið eitt átt þennan afmælisdag, auk þess að syngja inn á nokkrar plötur (m.a. með Lítið eitt) hafði hún söngkennaramenntun á bakinu og sá um tíma um óskalagaþátt fyrir börn í Ríkisútvarpinu.