
Barrock
Hljómsveitin Barrock starfaði í nokkra mánuði árið 1975.
Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1975 og voru meðlimir hennar í upphafi Björgvin Björgvinsson trommuleikari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og Ásgeir Ásgeirsson orgel- og píanóleikari en fljótlega kom Skúli Björnsson gítarleikari inn. Nokkru eftir það bættist í hópinn Bjarni Össurarson söngvari.
Þannig skipuð starfaði Barrock til hausts en þá tók Jónas Björnsson við trommuleikarahlutverkinu af Björgvini. Sveitin starfaði ekki lengi eftir það og hætti fyrir áramótin.














































