Glugginn [2]

Glugginn [2]
(Lag / texti: Síðan skein sól / Helgi Björnsson)

Kemur kona,
gróðursetur,
vekur líf og vökvar hjarta
daga og nætur,
uppsprettan grætur
endalaust.

Kemur maður,
syngur óðinn,
lofar líf og gleðistrauminn
daga og nætur,
uppsprettan grætur
endalaust.

Taktu mig með þér,
berðu mig með þér
alla leið

[af plötunni Síðan skein sól – Síðan skein sól]