Sólarlanda

Sólarlanda
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Þau voru annað hvort í sleik eða slagsmálum
Una og Siddi.
En þó ekki fúl eins og „peace“ pakkið
Burkney og Kiddi.
En við kynntumst Ingó í Útsýn
og það bara þó nokkuð vel.
Og útgerðarhjónum að norðan
og bónda frá einhverjum asskotans Mel

Svo bættu þau ekki út skák
þau Líney og Logi.
Hún féll eftir sex vikna samkvæmi
þarna á Vogi.
Og barbíkjúveislan í vitstola
Sangría hryðjuverk samstundis fór.
Og „Ég fer í fríið“ var sungið
af blindfullum rammfölskum samvinnukór.

Viðlag
Hvaða sort er þetta pakk?
Jeminn, jeminn.
Hverra manna?
Jeminn, jeminn.
Hvaða sort?

Og amman í hópnum týndist
í vikó með Pedró.
Og pældi í að flýja frá klakó
á hverjum vetró.
Í pjötlu úr leðri hún
dansaði hálfnakin þó nokkuð vel.
Í hlutverki Tinu hans Törner
hún hneykslaði Ingó
og bóndann frá Mel.

Í fluggunni fram og til baka
liðið allt trylltist.
Dó inni á klói
og blindfullt í stjórnklefann villtist.
Þar Friðrikka flugstjórann lamdi
og það bara þó nokkuð vel.
Sú nýgifta blikkaði Ingó og gædinn.
En ullaði á bóndann frá Mel.

Viðlag

Þau voru annað hvort í sleik eða slagsmálum Una og Kiddi
Þau voru annað hvort í sleik eða slagsmálum Líney og Siddi
Þau voru annað hvort í sleik eða slagsmálum Una og Logi.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Með vottorð í leikfimi]