Bjössi og bubbarnir (1987)

Bjössi og bubbarnir var í raun hljómsveitin Bleiku bastarnir.

Þegar sveitin var að koma fyrst fram opinberlega á tónleikum á skemmtistaðnum Casablanca (í júlí 1987) hafði hún verið auglýst undir nafninu Bjössi og bubbarnir enda hafði hún þá ekki hlotið endanlegt nafn sitt, nýja nafnið var hins vegar tilbúið þegar tónleikarnir fóru fram og lék sveitin þar undir nafninu Bleiku bastarnir og alla tíð eftir það.