Afmælisbörn 4. mars 2019

Friðrik Erlingsson

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn skrásett hjá Glatkistunni.

Það er gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er fimmtíu og sjö ára gamall á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir, Purrkur pillnikk, Stuðventlar, Tunglskinstríóið, Amen og Bacchus en einnig er hann þekktur textagerðarmaður og er m.a. skrifaður fyrir þeim textahlutanum í óperunni Ragnheiði.