Afmælisbörn 14. maí 2019

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Ámundi Ámundason (Ámi) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu…

Afmælisbörn 13. maí 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú talsins í dag: Tónskáldið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson er sextíu og eins árs gamall í dag. Hann bar fyrst á góma fjölmiðla á fyrri hluta áttunda áratugarins sem tónlistarmaður með hljómsveitinni Síberíu og síðar Melchior þar sem hann lék á gítar. Hann fór síðar í tónsmíðanám, fyrst í Reykjavík en síðan í…

Hinsegin kórinn með vortónleika

Hinsegin kórinn heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju laugardaginn 18. maí nk. kl. 15. „Miklu meira en orð“ er titill tónleikanna, enda eru kórfélagar sammála um að þær tilfinningar sem vakna við flutning kórtónlistar séu mun sterkari en innantóm orð. Halldór Smárason meðleikari kórsins lætur ekki sitt eftir liggja við að þétta litrófið með tónum frá…

Afmælisbörn 12. maí 2019

Níu tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller á sextíu og tveggja ára afmæli í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil…

Afmælisbörn 11. maí 2019

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Jóhann (Óskar) Hjörleifsson trommu- og slagverksleikari með meiru er fjörutíu og sex ára gamall. Jóhann er trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns en hefur aukinheldur leikið með sveitum eins og Jagúar, Rokkabillíbandi Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Trix, Ullarhöttunum, Tríó Björns Thoroddsen og Straumum & Stefáni. Session-mennska hefur þó…

Afmælisbörn 10. maí 2019

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og sex ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Vonbrigði – Efni á plötum

Vonbrigði [ep] Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 11 Ár: 1982 1. Skítseyði 2. Eitthvað annað 3. Sjálfsmorð 4. Börnin þín Flytjendur: Þórarinn Kristjánsson – trommur Árni Kristjánsson – gítar Gunnar Ellertsson – bassi Jóhann Vilhjálmsson – söngur Vonbrigði – Kakófónía Útgefandi: Gramm / Shout records Útgáfunúmer: Gramm 14 /  MX 003 Ár: 1983 1. Við /…

Vonbrigði (1981-86 / 2001-)

Í hugum flestra er hljómsveitin Vonbrigði sterkbundin ímynd kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík (1982) enda ómaði upphafslag myndarinnar (Ó, Reykjavík) flutt af sveitinni, í partíum og útvarpi lengi vel á eftir og hefur þannig orðið samofið pönkinu og þeirri bylgju sem fylgdi á eftir. Það var þó varla nema í byrjun sem spyrða má Vonbrigði við…

Volvo (1989)

Hljómsveitin Volvo kom frá Kirkjubæjarklaustri og starfaði árið 1989. Sveitin var stofnuð um vorið en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, flestir meðlima hennar höfðu áður verið í hljómsveitinni The Hope en þeir voru Hjörtur Freyr Vigfússon gítarleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson trommuleikari, Frosti Jónsson hljómborðs- og píanóleikari og Valdimar Steinar Einarsson bassaleikari…

Vísnakvöld [tónlistarviðburður] (1976-94)

Félagsskapurinn Vísnavinir stóðu fyrir samkomum á sínum tíma sem gengu undir heitinu Vísnakvöld. Slík kvöld voru haldin mánaðarlega yfir vetrartímann þegar starfsemi félagsins var sem öflugust, það var á árunum 1976 til u.þ.b. 1987 en síðan fjaraði undan félaginu smám saman og síðasta Vísnakvöldið var líklega haldið 1994 þótt félagið starfaði vissulega eitthvað áfram. Vísnakvöldin…

Vísnavinir [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] – Efni á plötum

Vísnavinir – Vísnakvöld 1: Sept. – Des. 1979 – ýmsir [snælda] Útgefandi: Vísnavinir Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1980 1. Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús 2. Alf Hambe & Gísli Helgason – Visa i molom 3. Prins Fats – Kiss me once … 4. Ási í Bæ – Undrahatturinn 5. Bergþóra Árnadóttir – Draumur 6. Hulda Runólfsdóttir…

Vísnavinir [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] (1976-97)

Vísnavinir var öflugur félagsskapur tónlistarfólks á síðasta fjórðungi tuttugustu aldarinnar, hélt uppi öflugri tónleikahefð og útgáfu auk þess að ala af sér fjöldann allan af tónlistarfólki sem síðar varð í fremstu röð íslenskrar tónlistarsögu, meðal þeirra má nefna hér örfáa s.s. Bubba Morthens, Eyjólf Kristjánsson, Önnu Pálínu og Aðalstein Ásberg og Inga Gunnar Jóhannsson. Félagið…

Vísnakvöld [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Vísnavinir – Vísnakvöld 1: Sept. – Des. 1979 – ýmsir [snælda] Útgefandi: Vísnavinir Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1980 1. Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús 2. Alf Hambe & Gísli Helgason – Visa i molom 3. Prins Fats – Kiss me once … 4. Ási í Bæ – Undrahatturinn 5. Bergþóra Árnadóttir – Draumur 6. Hulda Runólfsdóttir…

Vogabandið (um 1994-2011)

Upplýsingar um hljómsveit sem starfar/starfaði í Mývatnssveitinni undir nafninu Vogabandið, eru af skornum skammti en sveitin mun vera eins konar ættarhljómsveit tengd bænum Vogum í sveitinni og hefur hún t.a.m. margoft leikið á ættarmótum tengdum fjölskyldunni, en mótin hafa verið kölluð Gúmmískórinn. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð, fyrstu heimildir um hana er að…

Vladimir Ashkenazy (1937-)

Vladimir Ashkenazy hefur stundum verið kallaður frægasti tengdasonur Íslands en hann er heimsþekktur píanóleikari og hljómsveitastjóri í klassíska geira tónlistarheimsins. Hann hefur haft mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Vladimir Dimitri Davidovich Ashkenazy fæddist í Gorkí í Rússlandi (fyrrum Sovétríkjunum) sumarið 1937, hann flutti með foreldrum sínum til Moskvu þriggja ára gamall og hóf þar píanónám…

Volt (1996-97)

Hljómsveitin Volt starfaði í um eitt ár á síðari hluta tíunda áratugarins og lék einkum á öldurhúsum höfuðborgarinnar til að byrja með en færði sig svo meira út á landsbyggðina með rokkprógramm sitt. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Birgir Haraldsson söngvari, Friðrik Halldórsson bassaleikari, Birgir Gunnarsson trommuleikari og Guðlaugur Falk gítarleikari. Þannig var sveitin skipuð uns…

Vonlausa tríóið – Efni á plötum

Vonlausa tríóið – Vonlausa tríóið [ep] Útgefandi: Himnasending Útgáfunúmer: Himnasending 000000000001 Ár: 1990 1. Kotasæla 2. Hvíl þú í ró 3. Verkamaðurinn 4. Játning hverfandi kynslóða Flytjendur: Sverrir Ásmundsson – bassi og söngur Þröstur Jóhannesson – gítar og söngur Magnús Sigurðsson – banjó og söngur Helgi Víkingsson – trommur

Vonlausa tríóið (1989-92)

Vonlausa tríóið starfaði um nokkurra ára skeið í Keflavík og urðu jafnvel svo frægir að senda frá sér plötu. Tríóið mun hafa verið stofnað vorið 1989 og voru meðlimir þess alla tíð þeir sömu, Magnús Sigurðsson banjóleikari, Sverrir Ásmundsson kontrabassaleikari og Þröstur Jóhannesson gítarleikari. Allir þrír sungu. Fljótlega eftir stofnun hófu þeir félagar að leika…

Vonin (1890-91)

Vonin var drengjakór sem starfaði í Reykjavík undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar landshöfðingjaskrifara í tæplega tvö ár 1890 og 91, kórinn var fyrstur sinnar tegundar hér á landi. Vonin var stofnuð um vorið 1890 af Brynjólfi, hann æfði þennan hóp drengja sem flestir voru á fermingaraldri og í ágúst héldu þeir tónleika sem vakti mikla athygli…

Vopn [1] (um 1970?)

Fyrir margt löngu, hugsanlega í kringum 1970 var starfandi hljómsveit undir nafninu Vopn, að öllum líkindum á Vopnafirði. Hljómborðsleikarinn Nikulás Róbertsson var í þessari sveit en engar aðrar upplýsingar finnast um hana og er hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 9. maí 2019

Í dag eru afmælisbörn dagsins fimm talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður er níutíu og eins árs gamall í dag, hann er upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að vera einn stofnenda Kammersveitar Reykjavíkur.…

Afmælisbörn 8. maí 2019

Sex afmælisbörn í tónlistarsögu Íslands eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er sextíu og níu ára gamall í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik,…

Afmælisbörn 7. maí 2019

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum ágæta degi: Svavar Lárusson söngvari frá Neskaupstað er áttatíu og níu ára gamall á þessum degi. Svavar söng inn á fjölmargar 78 snúninga plötur hér á árum áður og meðal laga sem urðu vinsæl með honum má nefna Ég vild‘ ég væri og Hreðavatnsvalsinn. Svavar má með…

Andlát – Ingibjörg Þorbergs (1927-2019)

Ingibjörg Þorbergs er látin, á nítugasta og öðru aldursári. Ingibjörg var fyrst og fremst tónskáld og mörg laga hennar hafa orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna jólalagið Hin fyrstu jól sem fyrir löngu er orðið sígilt, þá þekkja allir Aravísur, Litli vin, Pabbi minn og Nú ertu þriggja ára og ekki má gleyma laginu…

Afmælisbörn 6. maí 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men á stórafmæli dagsins en hún er þrítug í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni…

Afmælisbörn 5. maí 2019

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hebbi er í hljómsveitinni Skítamóral eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum.…

Afmælisbörn 4. maí 2019

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Adda Örnólfs (Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir) söngkona er áttatíu og fjögurra ára á þessum degi en hún er kunnust fyrir upphaflegu útgáfuna af laginum um Bellu símamær. Adda kom upphaflega frá Suðureyri en fluttist á unglingsárunum til höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún vakti fljótlega athygli fyrir söng…

Vírus [4] (1999-)

Hljómsveitin Vírus hefur starfað um árabil og sérhæft sig í samkomum eins og þorrablótum og árshátíðum. Sveitin var stofnuð 1999 og hefur oftast verið dúett eða tríó, það fer þó eftir tilefninu hverju sinni. Aðalsprauta Vírusar er Ólafur Fannar Vigfússon söngvari og hljómborðsleikari (sem gaf út plötu undir nafninu Rufaló seint á síðustu öld) en…

Vírus [1] (1979)

Hljómsveitin Vírus starfaði um nokkurra mánaða skeið í Neskaupstað á fyrri hluta ársins 1979 en sveitin var stofnuð upp úr skólahljómsveitinni Zeppelin greifa sem þá hafði verið starfandi þar um skeið. Meðlimir þeirrar sveitar voru þeir Sigurður Þorbergsson gítarleikari, Þröstur Rafnsson gítarleikari, Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Kristinn Grétar Harðarson trommuleikari en…

Vírskífa (1997-98)

Hljómsveit sem bar heitið Vírskífa starfaði á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir síðustu aldamót og lék eins konar þungt rokk. Sveitin var starfandi árið 1997 en ekki liggur fyrir hvenær hún var stofnuð, meðlimir hennar voru að minnsta kosti þeir Hörður Ingi Stefánsson bassaleikari, Jón Björn Ríkarðsson trommuleikari og Vagn Leví Sigurðsson söngvari, einn eða tveir gítarleikarar…

Vímulaus æska [2] (1988-89)

Hljómsveitin Vímulaus æska var tengd samnefndum forvarnarsamtökum með þeim hætti að foreldri eins meðlima sveitarinnar var virkur í stjórn samtakanna. Vímulaus æska var stofnuð árið 1988 og starfaði í um rúmlega ár, sveitin lék m.a. á bindindismótinu í Galtalæk. Meðlimir Vímulausrar æsku voru þeir Svanur Jónsson hljómborðsleikari, Þór Sigurðsson hljómborðsleikari, Ólafur Rafnsson söngvari og trommuleikari…

Vímulaus æska [1] [útgáfufyrirtæki] (1986-)

Foreldrasamtökin Vímulaus æska voru stofnuð haustið 1986 en þau eru eins konar forvarnarsamtök og eru enn virk í starfsemi sinni. . Vímulaus æska hefur fjármagnað starfsemi sína með ýmsum hætti en tvívegis hafa samtökin gefið út plötur í því skyni, annar vegar safnplötuna Vímulaus æska (árið 1987) sem hafði að geyma tónlist með blöndu popptónlistarmanna,…

Víkingasveitin [4] (2013-14)

Víkingasveitin var nafn á hljómsveit sem skipuð var Íslendingum í Svíþjóð, á árunum 2013 og 14 að minnsta kosti. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar munu hafa verið Ásgeir Guðjónsson, Haraldur Arason, Hermann Hannesson, Gústaf Lilliendahl og Tómas Tómasson, ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var.

Vírus [5] (2003-05)

Árið 2003 var starfandi hljómsveit í Mosfellsbænum undir nafninu Vírus. Um var að ræða rokksveit sem var líkast til enn starfandi 2005 en annað liggur ekki fyrir um starfstíma hennar. Meðlimir Vírusar voru þeir Þorri [?] trommuleikari, Benni [?] bassaleikari, Gummi [?] gítarleikari og hugsanlega var annar gítarleikari í sveitinni sem einnig er kallaður Gummi.…

Vírus [3] (1998)

Hljómsveit með þessu nafni keppti 1998 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk, sem haldin var í Keflavík. Meðlimir sveitarinnar þá voru þeir Hjörtur G. Jóhannsson, Halldór Hrafn Jónsson og Árni Þór Jóhannesson, allir tölvumenn. Sveitin átti lag á safnplötunni Rokkstokk 1998 sem gefin var út í tengslum við keppnina. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Vírus.

Vírus [2] (1991-93)

Þungarokkssveitin Vírus starfaði á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð en þeir félagar auglýstu eftir trommuleikara sumarið 1991, Guðmundur Gunnlaugsson (Jötunuxar, Das Kapital o.m.fl.) svaraði greinilega þeirri auglýsingu því hann starfaði með þeim snemma árs 1992, aðrir meðlimir sveitarinnar voru þá Hörður Sigurðsson bassaleikari, Svavar Sigurðsson…

Vísland ´85 [tónlistarviðburður] (1985)

Sumarið 1985 stóð félagsskapurinn Vísnavinir fyrir norrænni vísnahátíð á Laugarvatni, þeirri fyrstu sem haldin var hérlendis en slíkar hátíðir höfðu þá verið haldnar víða um Norðurlöndin. Vísland ´85 (Visland ´85), eins og viðburðurinn var kallaður var haldin í lok júní og þar komu fram tónlistarfólk víðs vegar af Norðurlöndunum, auk félaga úr Vísnavinum. Nokkrir hinna…

Afmælisbörn 3. maí 2019

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextíu og fjögurra ára á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan…

Afmælisbörn 2. maí 2019

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thór Cortes tenórsöngvari er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Afmælisbörn 1. maí 2019

Fjögur afmælisbörn dagsins eru á dagskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Baldvin Albertsson hljómborðsleikari er þrjátíu og sex ára en hann lék með hljómsveitinni Lokbrá á tíunda áratug síðustu aldar. Lokbrá skildi eftir sig breiðskífuna Army of soundwaves, sem vakti nokkra athygli. Trausti Laufdal Aðalsteinsson er einnig þrjátíu og sex ára en hann starfaði með Baldvini…