Alelda

Alelda
(Lag og texti: Jón Ólafsson og Daníel Á. Haraldsson)

Þrúgunnar reiði,
þræta og óskipuleg orð.
Af sama meiði,
helsi og skilningsleysi þess
sem að ei skilur
hvað er réttlátt, hvað er rangt
í eigin heimi.
Menn verða, verða

Alelda,
sáldrandi brjáli.
Alelda,
fiðrinu feykja.

Hreinsunareldur
bíður þeirra sem ei sjá
hvað þessu veldur,
hvers konar bölsýni og bull.
Sjóndeildarhringur
þeirra í smásjá hverfandi
í eigin heimi,
menn verða, verða

alelda,
sáldrandi brjáli.
Alelda,
fiðrinu feykja.

[m.a. á plötunni Nýdönsk – Deluxe]