Gyðjan

Gyðjan
(Lag / texti: Stefán Hjörleifsson / Daníel Á. Haraldsson, Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson)

Gyðjan guðdómleg
gengur himnaveg.
Lýsist ásýnd þín,
seilist út úr sýn.

Fullkomnun
sem ekki fyrirfinnst,
eftirvæntingin
í mér innst.
Óskin hrein,
Ímyndun,
óskin ein.

Þínum mánabrám
stafar geislum frá,
hörpu þinnar stef,
spinnur tónavef.

[af plötunni Nýdönsk – Deluxe]