Ást mín á þér

Ást mín á þér
(Lag og texti: Björn Jr. Friðbjörnsson)
 
Fimmtán hvítir fuglar
fagrir fljúga yfir
hausamótum mínum,
inni í miðjum hópnum
flýgur þú.
Þó ég fari á skipi
eða gangi alla leið
skal ég enda á sömu slóðum,
standa í sömu fótsporum og þú.

Ást mín á þér
vaxandi fer
með hverri hreyfingu.
Tilfinningin er
svo viðkvæm og ber,
ég fyllist skelfingu.

Fimmtán hvítir fuglar
fagrir fljúga yfir
hausamótum mínum,
inni í miðjum hópnum
flýgur þú.
Loksins komstu aftur
um óralangan veg.
Fataðist þér flugið,
við fætur mína lemstruð
liggur þú.

[af plötunni Nýdönsk – Deluxe]