Austfjarðaþokan

Austfjarðaþokan
(Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Sigurður Ó. Pálsson)

Austfjarðaþokan yfir láð og lög
læðist sínum mjúku daggarfótum,
hylur fell og tind og daladrög,
dimmust er hjá brekkurótum,
sveipar döggum hlíð og græna grund,
geymir lítinn bát á fiskimiði,
inn í brjóst og Austfirðingsins lund
andar sínum dula, þögla friði.

Hún glettist stundum vegfarendur við
og vakið getur þeirra reiði,
er hennar vegna hafa verða bið
um hánótt uppi á Fjarðarheiði.

Hurðinni laumaðu loku frá
og læðstu út í vorkvöldið hýr á brá.
Austfjarðaþokan er engri þoku lík,
hún er elskendum góð og skilningsrík,
spor þeirra felur á grænni grund
glitrandi döggum um óttustund;
náttlangt hún hylur velli, vötn og gil
en víkur fyrir sólinni um dagmálabil.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar]