Á útleið

Á útleið (Lóan er komin)
(Lag / texti:  þjóðlag / Herdís Guðmundsdóttir)

Burtu frá þér út á hafið skal halda,
hafið sem seiðir mig fagurt og glæst.
Þannig mun lífið verða um aldir alda,
og enginn veit hvenær að landi komið næst.
Ég stari út í myrkrið og hugsa til þín heima,
hugsa til þín sem bíður eftir mér.
Þó ýmislegt breytist, mér ekki mátt þú gleyma,
því aldrei í lífinu skal ég gleyma þér.

[óútgefið[