Bað

Bað
(Lag og texti: Sumarliði Helgason)

Sögu vil ég segja þér
og þú munt ekki trúa mér,
saga þessi byrjar vel
en verður frekar ógeðsleg.

Já þannig var nú einmitt að
ég var að láta renna‘ í bað
en sjálfur rann á rassgatið
í baðkarið.

Rallalalalalalalalalalala…

Í baðinu ég lengi lá
og gat ekki hreyft stórutá,
stífur eins og símastaur
og var búinn að missa saur.

Hvað átti ég að gera þá?
Með kúk í baðinu ég lá.
Ég kastaði upp á sjálfan mig
og öskraði…

Að ééééég vil ekki vera hér.
Nei éééég vil ekki vera hér.
Baaaara ef einhver vildi hjálpa mér.

Rallalalalalalalalalalala…

Guð minn góða bað ég um
að losa mig úr fjötrunum,
þá allt í einu gerðist það
að amma þurfti‘ að fara í bað.

Og blessuð gamla kerlingin
er hætt að sjá sem áður fyrr,
hún lagðist oní baðkarið
ofan á mig.

Að ééééég vil ekki vera hér.
Nei éééég vil ekki vera hér.
Baaaara ef einhver vildi hjálpa mér.

[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]