Eplatré

Eplatré
(Lag og texti: Björn Jr. Friðbjörnsson)
 
Hvað ertu að segja,
hvað ertu að vilja mér?
Þegar þú veist að ég
vil ekkert af þér vita.

Reyndu að skilja,
reyndu að sjá að ég
er ekki sá eini hér
og þú munt komast að því

viðlag
að það hljóta að vera til eplatré
í öðrum löndum.
Að það hljóta að vera til eplatré
í öðrum löndum.

Ó, hvað ég sakna þín,
þetta var ekki illa meint,
þú hlýtur að skilja mig,
ég elska þig.

Ekki fara,
ekki loka á mig,
það getur verið helvíti hart
að þurfa að finna út sjálfur.

viðlag

Mikið er gaman,
mikið er gott að vita af því
að lífið hafi gefið mér
einhvern sem veit og sér.

Veit og sér
er í huganum með mér,
sama hvert ég fer
og saman finnum við út.

viðlag

[m.a. á plötunni Nýdönsk – Ekki er á allt kosið]