Í trjánum

Í trjánum
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Grýlurnar)

Draumabær – með hunda og flær,
þresti í trjám – og þann lang fallegasta snjó
sem nær alveg upp að hnjám.

Tröppurnar – þær eru margfaldar
allir fitt – sem nálgast himininn
með björtu og hreinu hugarfari.

Akureyri draumabær,
yndislegt – sá dýrðarljómi yfir fólkinu
er augljós okkur.

Finnum frið – við aldinhúsadyr
áhyggjur – slíkt þekkist ekki
þar sem norðurljósin leika björt.

Gorkúlur – breytast í einingahús
styðjum öll – við styðjum uppbyggingu
sykurhúsadraumabóls.

[af plötunni Grýlurnar – Mávastellið]