Ruplum og rænum
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)
Hlæjum að hættunum, höldum á mið.
Ruplum og rænum.
Arr harr fiddle dí di.
Ræningjalífið á okkur vel við.
Hlæjum að hættunum, höldum á mið.
Ruplum og rænum.
Rænum og ruplum.
Já.
Við kíkjum á kort – á kort.
Og kannski finnum fjársjóð fljótt.
Sem er læstur með lás – með lás,
og grafinn djúpt í jörð.
Svo gröfum við glatt – mjög glatt.
Við gull og dýra steina sækjum.
Lát brjótum upp fljótt.
Og fögnum dag og nótt.
Arr harr fiddle dí dó.
Lífið það er ljúft á sjó.
Ruplum og rænum.
Upp með akkerið!
Arr harr fiddle dí di.
Ræningjalífið á okkur vel við.
Hlæjum að hættunum höldum á mið.
Ruplum og rænum.
Arr harr dibbidídún,
við gröfum í engi og við gröfum í tún.
Fánann þann svarta nú dragðu að hún.
Ruplum og rænum.
Vei.
Við siglum á sjó – á sjó.
Því ævintýrin blasa oss við.
Og sjá – finnum nú strönd. – Arr harr
og stönsum þar í dag. Já.
Fley, flýtum af stað – af stað.
Þar til við þurfum að kasta festum.
Í sól setjumst þá að – aha
uns siglum brott á ný.
Arr harr fiddle dí dó.
Lífið það er ljúft á sjó.
Ruplum og rænum.
Hei, vá landsýn.
Arr harr fiddle dí di.
Ræningjalífið á okkur vel við.
Hlæjum og hættunum höldum á mið.
Ruplum og rænum.
Jarr harr,
það blæs nú í bak og höldum á sjó.
Himinninn blár og blá aldan hún er.
Ruplum og rænum.
Ruplum og rænum.
[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]