Grænt og gómsætt

Grænt og gómsætt
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)

Allt sem fer upp stoppar stutt.
Það er segin saga.
En ef í mjúka mold þú setur fræ,
þú sérð það niður fór, en kemur upp.
Það kemur á endanum upp.

Fljótt það stækkar nú
og orku eignast þú.

Þetta er gómsætt,
það er krafturinn.
Já grænt og gómsætt.
Orkuskammturinn.
Já grænt og gómsæltt.
Hið góða’ oft ókeypis er.

Viljir þú eitthvað vænt,
þá velja skaltu grænt.

Þetta er gómsætt,
það er krafturinn.
Já, grænt og gómsætt.
Orkuskammturinn.
Já grænt og gómsætt.
Hið góða’ oft ókeypis er.

Gómsætt.
Já grænt og gómsætt.

[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]