Mansöngur [2]

Mansöngur
(Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum)

Nóttin faðmar fjall og hlíð,
færist ró um dal og engi.
Blærinn leikur létt og þýð
lög á þúsund gullinstrengi.

Heyrist villtra vængja blak,
vorblá hvelfing endurhljómar.
Titrar síðsta svanakvak,
seiða hugann ljúflingsómar.

Einn ég bíð þín, bjarta mær,
bjarta drottning vona minna.
Hlý er sólin himinskær,
hlýrri seiður augna þinna.

Komdu, unga ástin mín,
engill minna sólskinsdrauma.
Nóttin fellir friðarlín
yfir faðmlög mín og þín.

[m.a. á plötunni MA-kvartettinn – [ep]]