Ástarþrá

Ástarþrá
(Lag / texti: erlent lag / Iðunn Steinsdóttir)

Er vorblærinn hlýr á vanga minn andar,
veturinn hverfur til framandi strandar,
gáskafull börn út á götuna þjóta,
þá grípur mig þrá til að elska og njóta.

Og þegar sumar situr við völdin,
sólin mig vermir á daginn og kvöldin,
þá vil ég tíðast taka til fóta,
eiga mér lífið og elska og njóta.

Svo kemur haustið með húmdökkar nætur,
lífið á trjánum og regnið sem grætur,
freisting er mikil í myrkrinu að hljóta,
mannskepnu er gefið að elska og njóta.

Þegar á veturna vindurinn gnauðar,
vikurnar reynast af tilbrigðum snauðar.
En meðan stórhríðar stormarnir þjóta,
styrkist mín þrá til að elska og njóta.

Árin þau líða svona’ eitt eftir annað,
ýmislegt hefi skoðað og kannað.
Alltaf í brjóstinu ber ég samt þrána,
þó byrji í vöngunum hárið að grána.

Þrána sem liti lífinu gefur,
lognmollu dagana roðablæ vefur.
Megi sem flestir þá hamingju hljóta
að hafin sé þrá til að elska og njóta.

[af plötunni Mjöll Hólm – [ep]]