Steini stormur

Steini stormur (Jungman Janson)
(Lag / texti: erlent lag / Steindór Sigurðsson)

Hæ og hó! Steini stormur,
það er stinnings morgungola
og strokin burtu nóttin.
Ertu klár að leggja á sjó?
Ertu búinn að kyssa mömmu
og þið Kata hætt að vola?
Þá kneifaðu út þitt brennivín
og syngdu hæ og hó!

Hæ og hó! Steini stormur,
ertu um stelpugopann hræddur?
Að hún stingi af með landkrabba
út á nýjan ólgusjó?
Dansar hjartað húla-húla?
Ertu hugsjúkur og mæddur?
Settu hausinn beint í storminn
og syngdu hæ og hó!

Hæ og hó!  Steini stormur,
kannski fleytan ekki farist
hjá fríðmey en í hákarlinn
í grænum Kínasjó!
Bak við kóralrif við dauðann,
verður kannski eitt sinn barist,
hann er kaldur en réttlátur
og syngdu hæ og hó!

Kannski strandar þú nú bara
vestur á sléttum Alabama,
og stundirnar sem líða
sáldra í hár þitt árasnjó.
Máske gleymirðu henni Kötu
við glas í Yokohama
eins og gengur, það er mannlegt
og syngdu hæ og hó!

[óútgefið]