Tvær stemningar

Tvær stemningar (Angelía)
(Lag / texti: erlent lag / Steindór Sigurðsson)
 
Villimaður! Stíga lát til himins hljóm,
láttu gný þess flæða inn í brjóstið mitt.
Láttu strengi, gný og gjalla,
gráta tryllt og veina alla,
alla svo mitt hjarta ei heyrist kalla.

Villimaður! Stíga lát til himins hljóm,
heitar bænir fylla lífsins auðn og tóm.
Láttu æða elda í hverjum barmi,
alla veröld skjálfa af þungum harmi.

Fiðlumaður! Angurljúfa lagið þitt
líður eins og friður inn í brjóstið mitt.
Mildar strengi bogans blíða,
blæmjúkt tónar frá þeim líða,
rökkurblíðir róa hjartans kvíða.

Fiðlumaður! Ómi nú þitt unaðslag,
angurljúfum tónum kveð þú horfinn dag
Láttu óma unaðshljóma – sefa
allra hjörtu og frið sinn veröld gefa.

[líklega óútgefið]