Ó dagsins stjarna

Ó dagsins stjarna (O sole mio)
(Lag / texti: erlent lag / Steindór Sigurðsson)

Ó, dagsins stjarna, hver dýrð að sjá þig,
er dauðans náttskuggar herja á mig.
Og þó að kólni og hausti í hjarta
og hverfi sumar – má ég elska og þrá þig.
Ó sól, allt líf mitt og ljóðin mín
í logum brunnu af ást til þín.
Ó sól, mín sólin bjarta,
ó sendu glóð í sólarljóð.

[óútgefið]