Mundu drottin

Mundu drottin
(Lag og texti: Bubbi Morthens)
 
Úti er myrkur og kalt, grasið er hrímótt og grátt.
Gatan ósnert af bílum, hjartað lítið og blátt.
Klukkan er fimm að morgni, ég sit og ég minnist þín.
Máninn er gulur og á himni einmana stjarna skín.

Vindurinn læðist um götur, snjórinn er svartur að sjá.
Gamlar myndir  vakna, brjóstið fullt af þrá.
Þú þurftir ekki að fara, öngvan grunaði neitt.
Auðvelt vera vitur eftir á, samt engu geta breytt.

Er hamingjusólin hnígur til viðar
og til paradísar fást öngvir miðar
og skuggar langir leggjast yfir bæinn,
mundu þá að drottinn gædar þig gegnum daginn.

Æska þín óljós grunur, ferð sem enginn fór í.
Fundarlaun handa pabba og mömmu og guð á bak við ský.
Veröld þín hrundi, ekkert varð aftur eins og það var
og við öllum þínum spurningum var aðeins þetta svar.

[af plötunni Bubbi Morthens – Fjórir naglar]