Ónæði

Ónæði
(Lag / texti: Magnús Eiríksson)

Heyrðu kæra, síminn hringir á mig
svo við hættum þessum leik um sinn,
láttu ekki nokkra sálu sjá þig.
Svona skelltu þér í sloppinn minn.

Við verðum víst að finna annan tíma
til að lyfta okkur enn á kreik.
Ónæði er oft að hafa síma
sem að hringir svona í miðjum leik.

Nú er dyrabjallan byrjuð líka,
ég verð brjálaður á taugunum,
aldrei hef ég vitað martröð slíka
eða lent í svona truflunum.

[af plötunni Mannakorn – Mannakorn]