Þú veist hvað ég meina mær

Þú veist hvað ég meina mær
(Lag / texti: Sigurjón Ingólfsson / Guðjón Weihe)

Hljótt í vestri kveður kvöld,
kvikna eldar nætur.
Táp og kæti taka völd,
titra hjartarætur.
Dalsins lífi greiðum gjöld,
gleðin sanna lokkar.
Þráin vaknar þúsundföld,
þessi nótt er okkar.

viðlag
Þú veist hvað ég meina mær,
munarblossar ginna.
Komdu þar sem freisting fær,
fylling vona sinna.
x2

Meðan nóttin framhjá fer,
fljóðið ástarblíða,
inn í tjaldi trúðu mér
tækifærin bíða.
Vinnum ástarheitið hér
hjörtun látum mætast.
Enginn veit og enginn sér,
okkar drauma rætast.

viðlag

[m.a. á plötunni Í dalnum – ýmsir]