Því ekki að taka lífið létt?

Því ekki að taka lífið létt?
(Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson)

Því ekki að taka lífið létt,
og taka léttan gleðisprett,
og reyna að benda á þá björtu hlið,
sem blasir ekki við.

Hvers vegna að vera að þrasa þreytt,
um það sem enginn getur breytt,
því ekki að una glöð í öllu því
sem ekki er voru valdi í.

Af áhyggjum er víst nóg,
án vinnu fæst ei gleði þó.
Við skulum láta líf og fjör
létta okkar sálarkjör.

Þótt gleðin komin sé í hvarf,
má veita kæti í líf og starf.
Svona nú, ertu lifandi eða hvað?
Því ekki að geysast af stað.

[m.a. á plötunni Lúdó & Stefán – [ep]]