Vísitölufjölskyldan

Vísitölufjölskyldan
(Lag / texti: erlent lag / Pétur Bjarnason)

Hér vestur á vogskornum firði
voru eitt sinn hjón.
Þau hétu Ása og Jón.
Þau áttu ekki eyrisvirði,
utan eina kú,
sem gaf þeim björg í bú,
samt sem áður: sæl voru hjú.

Þau áttu auman kofa,
hann var með ónýtt þak
sem að oftast lak.
Og oft er þau ætluðu að sofa
var þeim ósköp kalt,
það var eins með allt.
Börnin urðu bráðlega sjö.
Og Jón hann hló, bravó,
en aldrei gat hann auðgast þó, – bravó.

Og þröngt var oft í koti kátu
hjá krökkunum sjö.
En ævin leið
og aftur sátu þau tvö;
þreytt voru eftir orðin
þau öldnu hjón.

Og nú er sögð öll sagan
um þessi heiðurshjón,
þau hétu Ása og Jón.
Og enn reika hjarðir um hafa,
og eitthvert annað fólk þar ull og mjólk.
Af Ásum og Jónum alltaf er nóg,
og Jón hann hló – bravó,
en aldrei gat hann auðgast þó.
Bravó.

[af plötunni Facon – [ep]]