Heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi (Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson) Nú hefur það skeið eina ferðina enn, þeir eru óútreiknanlegir þessir eiginmenn. Hún leggur plástur á hönd og annan á kinn, hún veit þetta var ekki í síðasta sinn. Hún þarf að fá sér nýjan mann. Hún þarf að fá sér feitari mann. Hún þarf að fá sér nýjan…

Bað

Bað (Lag og texti: Sumarliði Helgason) Sögu vil ég segja þér og þú munt ekki trúa mér, saga þessi byrjar vel en verður frekar ógeðsleg. Já þannig var nú einmitt að ég var að láta renna‘ í bað en sjálfur rann á rassgatið í baðkarið. Rallalalalalalalalalalala… Í baðinu ég lengi lá og gat ekki hreyft…

Ástarvíman

Ástarvíman (Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson) Þú ert hreinasta handleiksverk, þú ert argasta yndi og ég veit þú kemur í kvöld til mín ef ég kaupi soldið brennivín. Þú ert sjúkleg og sykursæt, sólbrennd á alla kanta og ég veit þú kemur í kvöld til mín ef ég kaupi soldið brennivín. Ég mun alltaf elska…

Reykjavík [3]

Reykjavík (Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson) Hann rignir í Reykjavík þó veðurspáin væri engu lík. Glampandi sól og hitastigin há en þetta var nú bara veðurspá. Svo hann rignir enn á fullum krafti í Reykjavík. Það er myrkur í Reykjavík, í miðbænum hlaðast upp lík. Kókaín, spítt og alls konar dóp en enginn heyrir fíkilsins…

Sokkurinn

Sokkurinn (Lag / texti: erlent lag / Sumarliði Helgason) Í litlum kofa hjá bænum bjó maður sem týnt hafði sokk með Adidas röndum að ofan og tágati fallegu nokk. Hann leitaði úti sem inni jafnt vetur sem sumar og haust en gleymdi að leita á vorin svo þetta var árangurslaust. Úrkula vonar hann hringdi í…

Frelsi til að velja

Frelsi til að velja (Lag og texti: Bubbi Morthens)   Á vængjum frelsis frjáls þú ert, þú flýgur út í bláinn. Þekkja sitt hjarta mest um vert, að fljúga var alltaf þráin. Svo svífðu þangað sem vilt þú fara og ef einhver spyr þá af því bara, skaltu svara og svífa hærra. Ég hafði frelsi…

Græna húsið

Græna húsið (Lag og texti: Bubbi Morthens) Lygin grær í grænu húsi, gömul leyndarmál vaka um nætur. Hatrið leyndist í kaldri kompu, þar býr sorgin og festi rætur. Hún óx og varð að stórum garði með grátandi svörtum greinum þar sem kettir klóra og hvæsa, þar sem bleikir snákar eru í leynum. Engill, engill hvíslaði…

Brúnu augun þín

Brúnu augun þín (Lag og texti: Bubbi Morthens) Við enda gangsins er ljós sem enginn virðist sjá. Í vasa við lyftuna er rós og sófi sem tekur þrjá. Fólkið kemur og fer og ég veit, ástin mín hvers ég sakna í heimi hér: Brúnu augun þín. Þjónninn með sitt þreytta fas á þeytingi milli borða,…

Myndbrot

Myndbrot (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þar sem auðnin og sandurinn þekur allt. Þar sem sólin skín en samt er þar kalt. Þar sem jökullinn hörfar hvern einasta dag heyrði ég sungið svo fallegt lag. Það var engill sem sat á svörtum stein og röddin var svo björt, tær og hrein. Ég vil þig, ég…

Mundu drottin

Mundu drottin (Lag og texti: Bubbi Morthens)   Úti er myrkur og kalt, grasið er hrímótt og grátt. Gatan ósnert af bílum, hjartað lítið og blátt. Klukkan er fimm að morgni, ég sit og ég minnist þín. Máninn er gulur og á himni einmana stjarna skín. Vindurinn læðist um götur, snjórinn er svartur að sjá.…

Frostaveturinn mikli

Frostaveturinn mikli (Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson) Frostaveturinn mikla 1918 var amma‘ að renna sér á skíðunum. Hún renndi sér beint á beinfrosna belju og braut á sér lappirnar. Fljótlega komst svo drep í sárin því beinin þau stóðu út í loft og áður en varði var kerlingin dauð en öllum var of kalt til…

Ligg og græt

Ligg og græt (Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson) Ég hitti‘ hana á djamminu og hún var djöfull þreytt, greyið var þó sannarlega skárri‘ en ekki neitt. Ég kom henni á lappirnar og dró hana af stað, hún var búin‘ að pissa‘ á sig en það varð bara‘ að hafa það. Ég dröslaði henni heim til…

Kallinn í bænum

Kallinn í bænum (Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson) Nú sögð verður saga um afleitan mann, engin í heiminum elskaði hann. Hann var oft fullur og lét illa þá og þorpsbúann pirraði ekkert smá. Rekinn úr vinnu oft hann var, hann kom sér ætíð illa þar. Var fullur og lyktaði eins og svín og hafði oft…

Jafnréttisbaráttan

Jafnréttisbaráttan (Lag og texti: Sumarliði Helgason) Segðu mér guð minn, ég hugsa um það er það rétt sem ég heyri nú um konurnar? Vinnu þær óski jafnt nótt sem og dag, þær haldi þær komi þá skapinu í lag. Og keppast við karlinn um stöður og störf, skyldi hún verða framkvæmdastjóri svo hörð? Já segðu…

Þú ert ekki staur

Þú ert ekki staur (Lag og texti: Bubbi Morthens) Þegar sólin kveður daginn, hleypir kvöldinu inn, þinn himinn án alls ljóma kyssir þína bleiku kinn. Þú átt allt nema heiður og sóma. Þú ert ekki staur, þú átt aur en þú þværð ekki af þér skítinn. Þegar sólin kveður nóttina, hleypir deginum inn, ljós þitt…

Dýrðin er þín

Dýrðin er þín (Lag og texti: Bubbi Morthens) Jesús kristur er lífsins ljós, lýsir mér veginn minn. Orð guðs grær sem rós í garði drottins frið ég finn. Ó drottinn, sólin skín. Ó drottinn, dýrðin er þín. Ó drottinn, sólin skín. Ó drottinn, dýrðin er þín. Drekk þú af lífsins lind, lifir þú í engri…

Fjórir naglar

Fjórir naglar (Lag og texti: Bubbi Morthens) Það dimmir brátt, ég bíð æðrulaus, brosi út í annað, reyni að halda haus. Það dimmir brátt, dökkur himinn siglir að, dagurinn að hverfa, ég hreyfist vart úr stað. Ég er fastur í myrkri, kaldri sæng, manstu engil með brotinn væng, ísinn á hjarta, verð að berja‘ hann…

Femmi

Femmi (Lag og texti: Bubbi Morthens) Í húsinu er eðla með átján þjóna, á efstu hæðinni er gömul kona að prjóna og eitt herbergið geymir grafir ljótra orða og grasið í stofunni er til þess að borða. Hjartað í þér ólmast, þú hrekkur í kút, þú komst inn en kemst ekki út. Múmíur á sterum…

Snærið varð að duga

Snærið varð að duga (Lag og texti: Bubbi Morthens) Tvö tré sem vaxa hlið við hlið hinum megin við djúpan fjörðinn, þar sem slóðin endar var ónýtt hlið, dráttarvél komin hálf oní svörðinn. Blandaði sér í pípu og pældi í því, presturinn hvað myndi hann segja. Skyldi‘ hann fara með frasann enn á ný, þeir…

Þegar tíminn er liðinn

Þegar tíminn er liðinn (Lag og texti: Bubbi Morthens) Ég er búinn að vera hér í átján ár, allt hefur sitt upphaf og endi. Dýrmætt er lítið og litur augnanna var blár, í dauðann manninn ég sendi. Fyrstu þrjú árin gerðist ekki neitt, ég lokaði mig dofinn þarna inni. Tíminn hann leið ekki, ég gat…

Algleymi svart

Algleymi svart (Lag og texti: Bubbi Morthens) Hvert fer maðurinn eftir ósigur sinn? Inn í ríki þeirra heiladauðu, þar englar ganga sjálfala út og inn. Í myrkri lýsa augun rauðu dýrið brosir, berar tennurnar. Örskotsstund sérðu hendurnar, síðan algleymið svart. Hvert fer maðurinn eftir ósigur sinn? Inn í kirkjuhúsin auðu þar sem homminn ber krossinn…

Fótatak þitt

Fótatak þitt (Lag og texti: Bubbi Morthens) Það kom eins og ljósið, læddist bara inn fullt af hvítri gleði, gæfan og draumurinn. Tær og bjartur morgunn, bros þitt undur blítt, opin augu friðsæl upplifa allt sem nýtt. Lífið er stóra undrið, gleðin að gleðja þig, óska öllum friðar, sáttur við sjálfan sig. Orðin skipta máli,…

Afmælisbörn 20. ágúst 2020

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari er sjötíu og sex ára. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur í lundu, og fleiri…

Afmælisbörn 19. ágúst 2020

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, er sextíu og átta ára í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjölmörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla matjurtagarðinn,…

Afmælisbörn 18. ágúst 2020

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er þrjátíu og þriggja ára gamall á þessum degi en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af frambærilegustu…

Afmælisbörn 17. ágúst 2020

Í dag eru tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni: Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson er sjötíu og fimm ára í dag en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti…

Afmælisbörn 16. ágúst 2020

Þrjú afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sextíu og sex ára. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra nokkrum kórum s.s.…

Afmælisbörn 15. ágúst 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari er þrjátíu og sex ára gamall í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í  hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má…

Afmælisbörn 14. ágúst 2020

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdótir…

Afmælisbörn 13. ágúst 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fimmtíu og eins árs gömul á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…

Candyfloss – Efni á plötum

Candyfloss – Candyfloss Útgefandi: Candyfloss Útgáfunúmer: Candyfloss 001  Ár: 1996 1. Why 2. The wizard 3. Funky 4. Smokin’ blues 5. Saint&Sinners 6. Leaving lady 7. Seeing you 8. Decicive 9. Four years 10. Down 11. Bla bla bla Flytjendur: Daníel Viðar Elíasson – trommur og slagverk Egill Gomez – hljómborð, píanó og raddir Árni…

Candyfloss (1990-98)

Margt er óljóst varðandi hljómsveitina Candyfloss sem kom skyndilega fram á sjónarsviðið sumarið 1996, þá var sveitin sögð hafa verið starfandi í um sex ár með hléum en frekari heimildir finnast ekki um það. Vorið 1996 fór Candyfloss í hljóðver og tók þá upp ellefu laga plötu sem kom út um sumarið en sveitin var…

Camenbert (1992)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi árið 1992 undir nafninu Camenbert. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit og er því hér óskað eftir þeim, þ.m.t. hljóðfæraskipan, meðlimum og starfstíma.

Candyman (1987)

Hljómsveitin Candyman starfaði árið 1987 í fáeina mánuði undir því nafni en tók síðan upp nafnið Útúrdúr. Sveitin var stofnuð í Keflavík, gagngert til að taka þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987. Ekki liggur alveg ljóst hverjir skipuðu sveitina í upphafi en Ragnheiður Eiríksdóttir og Sigurður Óli Pálmason…

Cannabis (um 1995?)

Hljómsveit sem bar nafnið Cannabis starfaði líklega um miðjan tíunda áratug síðustu aldar á höfuðborgarsvæðinu. Takmarkaðar heimildir finnast um þessa sveit en meðlimir hennar munu hafa verið Daníel Brandur Sigurgeirsson bassaleikari [?], Þóra [?] söngkona [?], Dóri [?] og Bjarki [?]. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit sem ku hafa verið skammlíf, þ.e.…

A Capella [1] (2003)

Sönghópurinn A Capella hafnaði í þriðja sæti Karaoke-keppni Hafnarfjarðar en sú keppni fór fram snemma árs 2003. A Capella kom úr félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði og voru meðlimir hópsins þær Líney Dan Gunnarsdóttir, Svanhvít Júlíusdóttir, María Lovísa Guðjónsdóttir og Eva Guðrún Torfadóttir. Ekki liggur fyrir hveru lengi þær stöllur störfuðu.

Capó (1995)

Hljómsveitin Capó starfaði í Dalabyggð vor og sumar 1995, í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir sveitarinnar voru þau Herdís Gunnarsdóttir söngkona, Sigurður Rögnvaldsson [?], Sigurður Sigurjónsson [?], Jói [?] Baldursson [?] og Ingvar Grétarsson [?], yngsti meðlimur sveitarinnar mun hafa verið fjórtán ára gamall en ekki liggur fyrir hver það var. Capó lék á…

Capella Media (1987-92)

Tónlistarhópurinn Capella Media var starfandi í Þýskalandi um árabil og kom tvívegis hingað til lands til tónleikahalds, ekki liggja fyrir allar upplýsingar um starfstíma hópsins en hér er miðað við þann tíma sem viðkemur Íslandi. Capella Media, sem sérhæfði sig einkum í endurreisnar- og barokktónlist var stofnaður í Vín í Austurríki árið 1987 af Stefan…

Capella (1961)

Capella mun hafa verið eins konar skólahljómsveit við Héraðsskólann á Skógum 1961. Meðlimir sveitarinnar voru Haraldur Sigurðsson saxófónleikari (síðar skemmtikraftur), Smári Ólafsson píanóleikari, Sturla Böðvarsson trommuleikari (síðar þingmaður og ráðherra), Rúnar Gunnarsson saxófónleikari og Sigfús Ólafsson gítarleikari.

Canto kvartettinn (1945-51)

Canto kvartettinn var tvöfaldur kvartett (þótt nafn hans gefi annað til kynna) sem starfaði á Siglufirði um miðja síðustu öld en þar í bæ var sönglíf með ágætum, sbr. Karlakórinn Vísir. Kvartettinn mun hafa komið fyrst fram á þorrablóti í upphafi ársins 1945 og því er ekki ólíklegt að hann hafi verið stofnaður fyrir áramótin…

A Capella [2] (2014)

Sönghópur sem bar heitið A Capella söng í hátíðarguðsþjónustu í Hafnarfirði um jólin 2014, um var að ræða kvartett söngfólks og voru meðlimir hans Þóra Björnsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Örvar Már Kristjánsson og Hjálmar P. Pétursson. Engar upplýsingar er að finna um hvort A Capella starfaði um lengri tíma eða aðeins kringum þessa einu guðsþjónustu.

A Cappella [1] (1993-95)

Sönghópurinn A Cappella starfaði í Keflavík um tveggja og hálfs árs skeið á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Hópurinn sem var kvintett, virðist hafa komið fyrst fram á tónleikum um vorið 1993 og söng opinberlega í fjölmörg skipti næstu árin, bæði í Keflavík en einnig oft á Sólon í Reykjavík. Meðlimir A Cappella voru…

Afmælisbörn 12. ágúst 2020

Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 11. ágúst 2020

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru fjögur talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er fimmtíu og átta ára. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann gekk til liðs…

Afmælisbörn 10. ágúst 2020

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði er sextíu og sjö ára gamall. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari er fimmtíu…

Afmælisbörn 9. ágúst 2020

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi: Sigurður Birkis óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi fyrstur…

Afmælisbörn 8. ágúst 2020

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og fimm ára gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi,…

Afmælisbörn 7. ágúst 2020

Í dag koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Rannveig Jóhannsdóttir er sjötíu og eins árs gömul en margir hinna eldri muna eftir henni frá fyrstu árum Sjónvarpsins en hún sá þá um Stundina okkar ásamt hrafninum Krumma. Reyndar kom einnig út lítil plata með þeim Rannveigu og Krumma. Rannveig var lítið áberandi eftir þetta sjónvarpsævintýri…

Afmælisbörn 6. ágúst 2020

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason er sjötíu og eins árs gamall í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd. Jóhann hefur starfað…