Brúnu augun þín

Brúnu augun þín
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Við enda gangsins er ljós
sem enginn virðist sjá.
Í vasa við lyftuna er rós
og sófi sem tekur þrjá.
Fólkið kemur og fer
og ég veit, ástin mín
hvers ég sakna í heimi hér:
Brúnu augun þín.

Þjónninn með sitt þreytta fas
á þeytingi milli borða,
fólk gleypir kjöt eða gras.
Öll samskipti eru án orða,
það er komið að mér.
Fylla glösin fín.
Þau kalla á mig líka hér,
Brúnu augun þín.

Kvöld kyrrlátt og heitt,
stórborgarysinn hann rís.
Klukkan er korter í eitt,
það er kallað: Taxi plís!
Ljósin skýra svo skær,
menn hlæja og gera grín
en ég þrái bara að vera þér nær,
horfa í brúnu augun þín.

[af plötunni Bubbi Morthens – Fjórir naglar]