
Semi in suits
Hljómveitin Semi in suits frá Selfossi keppti í Músíktilraunum vorið 1997 en hafði þar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í úrslitin.
Sveitin sem hafði árið á undan keppt undir nafninu Peg, var skipuð þeim Magnúsi Á. Kristinssyni bassaleikara, Sigurði Magnússyni söngvara og gítarleikara og Þórhalli Stefánssyni trommuleikara.














































