Afmælisbörn 15. júní 2022

Í dag eru þrjú afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á stórafmælir en hann er sjötugur í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í…

Afmælisbörn 14. júní 2022

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og fimm ára gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…

Afmælisbörn 13. júní 2022

Hvorki fleiri né færri en sex afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari á stórafmæli í dag en hann er sjötugur. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán ára á…

Afmælisbörn 12. júní 2022

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…

Afmælisbörn 11. júní 2022

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Jón Þór Hannesson framleiðandi er sjötíu og átta ára gamall í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Afmælisbörn 10. júní 2022

Fjögur afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og fimm ára gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Afmælisbörn 9. júní 2022

Glatkistan hefur þrjú afmælisbörn á skrá í dag sem eitthvað hafa með tónlist að gera: Guðni Már Henningsson útvarpsmaður með meiru, ljóðskáld og tónlistarmaður hefði orðið sjötugur í dag en hann lést á síðasta ári. Guðni Már hefur starfað við vinsældir hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og hefur náð eins konar trúnaðarsambandi við marga af þeim…

Spor [1] [útgáfufyrirtæki] (1981-87)

Útgáfufyrirtækið Spor (hið fyrra) var starfrækt í nokkur ár á níunda áratug síðustu aldar og var undirmerki á vegum hljómplötuútgáfunnar Steina í eigu Steinars Berg en var stýrt af Jónatani Garðarssyni . Spori var ætlað að sinna ýmis konar útgáfu innan Steina og meðal fyrstu platnanna voru erlendir titlar með hljómsveitum eins og Matchbox, Bad…

Spaugstofan (1985-)

Grínhópinn Spaugstofuna þekkja flestir Íslendingar enda hafa þeir skemmt landsmönnum með einum eða öðrum hætti í gegnum miðla eins og sjónvarp, útvarp og Internetið ásamt því að hafa sett leiksýningar og skemmtidagskrár á svið og gefið út plötur. Upphaf Spaugstofunnar má rekja til sumarsins 1985 þegar Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson voru fengnir til…

Spaugstofan – Efni á plötum

Spaugstofan – Sama og þegið Útgefandi: Steinar / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: STLP 085 / IT 265 Ár: 1986 / 2007 1. Sama og þegið 2. Spaug 3. Eyrun þín 4. Grín 5. Telpan frá Thailandi 6. Gys 7. Nú verðum við harðir 8. Ó elsku besti Bens 9. Spé 10. Hrjálpartækjabankinn 11. Glens 12. Suðurlandeyjablús 13. Skop 14.…

Sónata [2] (1995-96)

Hljómsveitin Sónata starfaði í kringum útgáfu plötu sem kom út haustið 1995 en sveitin var skipuð menntaskólanemum sem sumir hverjir áttu eftir að koma heilmikið við tónlistarsögu síðar. Tildrög þess að Sónata var stofnuð voru þau að Blönduósingurinn Einar Örn Jónsson sem þá var við nám í Menntaskólanum á Akureyri vildi koma tónlist sinni á…

Sónata [2] – Efni á plötum

Sónata – Hugarflugur Útgefandi: Tvær gylltar Útgáfunúmer: EINAR 001 Ár: 1995 1. Ekki ennþá 2. Syndandi hugarflugur 3. SÁÁ fund sem Finnur… 4. Svefnljóð 5. Mammon 6. Augnablik 7. Veist þú af hverju? 8. Huldumál 9. Einkamál 10. Skáldið 11. Líðum burt Flytjendur: Anna S. Þorvaldsdóttir – söngur og raddir Einar Örn Jónsson – píanó,…

Spor í rétta átt [félagsskapur] (1992-97)

Spor í rétta átt var félagsskapur austur í Vík í Mýrdal en um var að ræða félag harmonikku- og dansunnenda á svæðinu  sem starfaði á árunum 1992 til 97 að minnsta kosti. Félagið var stofnað vorið 1992 og sama haust voru í því á milli fjörutíu og fimmtíu meðlimir sem hlýtur að teljast dágott í…

Spor [3] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Spor og starfaði árið 2004 að líkindum á Norðurlandi, hugsanlega í Skagafirðinum. Líklegt er að Spor hafi verið hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum og hafi innihaldið harmonikkuleikara. Hér er óskað eftir öllum frekari upplýsingum um sveitina, meðlimi, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Spor [2] [útgáfufyrirtæki] (1993-98)

Útgáfufyrirtækið Spor – hið síðara undir því nafni starfaði um fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og komu fjölmargir titlar út undir því merki. Spor var stofnað vorið 1993 en það varð með þeim hætti að þegar hljómplötuútgáfan Steinar var komið nánast í þrot leitaði Steinar Berg eigandi þess til aðal samkeppnisaðilans í útgáfubransanum,…

Spitsign (1997-98)

Hljómsveitin Spitsign gegnir stærra hlutverki en margir gera sér grein fyrir í þeirri harðkjarnasenu sem myndaðist hér á landi í kringum aldamótin 2000 en segja má að sveitin hafi að nokkru leyti mótað og rutt brautina fyrir þær harðkjarnasveitir sem á eftir komu, m.a. með þátttöku sinni í Músíktilraunum – hljómsveitin Mínus varð eins konar…

Spottarnir [1] (1983)

Snemma árs 1983 tróð upp eins konar hljómsveit kvenna undir nafninu Spottarnir á Hótel Borg og var þar meðal upphitunaratriða fyrir Egó sem þar hélt tónleika. Ekki liggur fyrir hvort um eiginlega hljómsveit var að ræða eða einhvers konar tónlistargjörning undir lestri ljóða eftir Skáld-Rósu og Látrar-Björgu. Meðlimir Spottanna voru Brynhildur Þorgeirsdóttir sem var vopnuð…

Sport (1996)

Hljómsveitin Sport lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins í nokkur skipti vorið 1996 og virðist hafa verið fremur skammlíf sveit. Meðlimir Sport voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Páll Úlfar Júlíusson trommuleikari, Stefán Már Magnússon gítarleikari og Ottó Tynes söngvari og gítarleikari en þeir félagar lögðu einkum áherslu á breskt gítarrokk í bland við eigið frumsamið efni.…

Sprakk (1988-91)

Hljómsveitin Sprakk var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið í kringum 1990, reyndar með einhverjum hléum en sveitin lék víða á dansleikjum bæði utan og innan borgarmarkanna. Sprakk var stofnuð á fyrri hluta árs 1988 og þá voru í henni Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Haukur…

Afmælisbörn 8. júní 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrjátíu og sex ára á þessum degi. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…

Afmælisbörn 7. júní 2022

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og sex ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…

Afmælisbörn 6. júní 2022

Sex afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) er sextíu og sex ára gamall í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Afmælisbörn 5. júní 2022

Í dag eru afmælisbörnin átta talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og níu ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Afmælisbörn 4. júní 2022

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni í dag eru sex talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur á sjötíu og fimm ára afmæli í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtiprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum…

Afmælisbörn 3. júní 2022

Eitt afmælisbarn úr íslenskri tónlistarsögu er á skrá Glatkistunnar í dag: Dr. Franz Mixa (1902-94) hefði átt afmæli á þessum degi. Dr. Mixa sem kom frá Austurríki var einn þeirra fjölmörgu erlendra tónlistarmanna sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar og höfðu mikil áhrif hér. Hann kom hingað upphaflega til að stjórna hljómsveitum…

Afmælisbörn 2. júní 2022

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrsta afmælisbarn dagsins, hann er sjötíu og tveggja ára gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan…

Sólstrandargæjarnir (1993-2001)

Sólstrandargæjarnir skutust mjög óvænt upp á stjörnuhimininn sumarið 1995 þegar stórsmellurinnn Rangur maður kom út með sveitinni og hljómaði í viðtækjum landsmanna út árið og gerir reyndar af og til ennþá. Sveitin sendi frá sér þrjár skífur á aðeins einu ári og þá fjórðu nokkrum árum síðar. Þótt Sólstrandargæjarnir hafi komið upp á yfirborðið sumarið…

Sólseturskórinn [2] (1992-)

Á Húsavík hefur um langt árabil starfað kór eldri borgara, lengst af undir nafninu Sólseturskórinn (stundum með rithættinum Sólseturkórinn). Kórinn mun hafa verið stofnaður árið 1992 en líklega liðu fjölmörg ár áður en hann hlaut nafnið Sólseturskórinn, líklega var það ekki fyrr en um aldamót. Reyndar eru upplýsingar almennt mjög takmarkaðar um þennan kór einkum…

Sólstrandargæjarnir – Efni á plötum

Sólstrandargæjarnir – Sólstrandargæjarnir Útgefandi: Aþþol Útgáfunúmer:  AÞ 002 Ár: 1995 1. Kynning 2. Sólstrandargæji 3. Zúlú 4. Cowboy 5. Rangur maður 6. Vinir 7. Misheppnaður 8. Gæji 9. Ingjaldsfíflið 10. Arabi 11. Halim Al 12. Kelloggs 13. Ostur og kanill 14. Biggi 15. Þroski h/f 16. Endir; James Bond stefið Flytjendur: Jónas Sigurðsson – söngur…

Sólseturskórinn [2] – Efni á plötum

Sólseturskórinn – [?] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2004 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Sólseturskórinn – söngur undir stjórn Benedikts Helgasonar Björg Friðriksdóttir – [píanó?] Sólseturskórinn – Sólseturskórinn syngur Útgefandi: Stemma Húsavík Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Amor og asninn 2. Ég elska hafið æst 3. Mér verður all að yndi 4.…

Spiritus [2] (1997)

Sumarið 1997 starfaði (líklega um skamman tíma) hljómsveit sem bar nafnið Spiritus en hún var starfrækt í tengslum við Vinnuskóla Reykjavíkur og voru liðsmenn sveitarinnar því á unglingsaldri. Meðlimir Spiritus voru Guðjón Albertsson, Halldór Gunnlaugsson, Steindór Ö. Ólafsson og Bjarni Gunnarsson en upplýsingar vantar um á hvaða hljóðfæri þeir félagar léku, kunnugir mættu senda Glatkistunni…

Spiritus [1] (1996-97)

Um miðjan tíunda áratuginn var starfrækt hljómsveit á Stöðvarfirði undir nafninu Spiritus, sveitin starfaði um eins og hálfs árs skeið árið 1996 og 97. Spiritus var stofnuð vorið 1996 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Hilmar Garðarsson söngvari, Svanur Vilbergsson gítarleikari, Guðjón Viðarsson bassaleikari, Tom Björnsson trommuleikari og svo Pálmi Fannar Smárason rythmagítarleikari sem starfaði með…

Spinoza (1998)

Tríóið Spinoza var starfrækt árið 1998 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi sveitin starfaði. Spinoza var skipuð þeim bræðrum Arnari og Rúnari Halldórssyni sem fáeinum árum áður höfðu gert garðinn frægan í Noregi undir nafninu The Boys en Arnór Ólafsson var þriðji meðlimir sveitarinnar. Arnar og Rúnar léku á gítara en engar upplýsingar finnast…

Splæsing nönns (1998)

Splæsing nönns spilaði svokallað dauðapönk en sveitin kom frá Akureyri og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998, reyndar án þess að hafa þar erindi sem erfiði því hún komst ekki áfram í úrslit. Sveitina skipuðu þeir Helgi Jónsson trommuleikari, Bragi Bragason söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristján B. Heiðarsson bassaleikari. Sveitin gaf út þriggja laga…

Splitt (1996)

Á fyrri hluta ársins 1996 starfaði að því er virðist skammlíf sveit undir nafninu Splitt og lék hún fyrir dansi á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Splitt voru þeir Þröstur Guðmundsson, Kjartan Baldursson, Sigurður Lúðvíksson og Vilberg Guðmundsson en ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var og er því óskað eftir þeim hér með.

Split Promotions [umboðsskrifstofa] (1987-89)

Um tveggja ára skeið var starfrækt hér á landi umboðsfyrirtæki undir nafninu Split Promotions en það flutti inn fjöldann allan af þekktu erlendu tónlistarfólki, fyrirtækið varð þó ekki langlíft og tap var á flestum þeim tónleikum sem það stóð fyrir og mætti e.t.v. kenna offramboði um að einhverju leyti. Það voru Bretarnir Bobby Harrison og…

Spíritus (1992-94)

Hljómsveitin Spíritus starfaði í Sandgerði á fyrri hluta tíunda áratugarins og lék nokkuð á dansleikjum á Suðurnesjunum en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Spíritus var stofnuð síðla árs 1992 upp úr hljómsveitinni Tengdó en meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Þór Guðmundsson söngvari, Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur Clausen bassaleikari, Kristinn Einarsson hljómborðsleikari og trommuleikari sem nafn vantar á…

Spontant (um 1990-95)

Óskað er eftir upplýsingum um keflvíska pönkhljómsveit sem líklega var starfandi einhvern tímann á árabilinu 1990 til 95 undir nafninu Spontant. Fyrir liggur að Áki Ásgeirsson var einn meðlima Spontant en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hana, starfstíma, aðra meðlimi og hljóðfæraskipan.

Afmælisbörn 1. júní 2022

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Ingólfur lék með fjölda þekktra og óþekktra sveita hér áður, fyrst með sveitum eins og Árbliki og Boy‘s brigade en síðar komu þekktari sveitir eins og Rikshaw, Loðin rotta (síðar Sköllótta músin), Pláhnetan…