Cursh (1992-93)

Cursh / Curse

Dauðarokkshljómsveitin Cursh (eða Curse) frá Húsavík var skráð til leiks í Músíktilraunum vorið 1993 en af einhverjum ástæðum mætti sveitin ekki til leik. Einnig er hugsanlegt að hún hafi tekið þátt í tilraununum undir öðru nafni. Sveitin hafði verið stofnuð um haustið 1992.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Fribbi [?], Stjáni [?], Siggi [?], Böddi [?] og Óskar [?] en engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit.