
Frisko
Hljómsveit að nafni Frisko (Frisco / Friskó) starfaði að minnsta kosti á árunum 1979 og 1980, síðarnefnda árið lék sveitin á popphátíð sem haldin var á Reyðarfirði en hún var einmitt starfrækt þar í bæ.
Frisko var stofnuð snemma árs 1980 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, meðlimir hennar voru Hannes Sigurðsson trommuleikari, Stefán Baldvinsson söngvari og gítarleikari, Ómar Bjarnason gítarleikari og Jóhann Guðmundsson bassaleikari. Viðar Júlí Ingólfsson mun einnig hafa leikið á trommur með sveitinni á einhverju tímaskeiði.














































