Hinn íslenski dvergaflokkur (1990-92)

Hinn íslenski dvergaflokkur (Dvergaflokkurinn) starfaði innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð á árunum 1990 til 92, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna er það sótt til Hins íslenska þursaflokks og það var tónlistin reyndar líka.

Það munu hafa verið Finnur Bjarnason söngvari og Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðsleikari sem stofnuðu Hinn íslenska dvergaflokk árið 1990 en fljótlega gengu til liðs við hana þeir Kristján Eldjárn Þórarinsson gítarleikari, Stefán Sigurðsson bassaleikari og Guðmundur Stefánsson trommuleikari.

Ekki liggur fyrir hvort sveitin lék eitthvað opinberlega en það hlýtur að teljast líklegt að hún hafi komið að minnsta kosti fram á uppákomum innan MH. Hún starfaði til ársins en lagði þá upp laupana, þremur árum síðar var hins vegar ákveðið að hljóðrita fáein lög sem þeir félagar höfðu samið svo þau féllu ekki í gleymskunnar dá og var það gert á einni helgi. Sú tónlist var svo gerð almenningi aðgengileg á Spotify árið 2022. Einnig mun sveitin á einhverju tímaskeiði hafa hljóðritað nokkur lög Þursaflokksins.

Efni á plötum