Hún hring minn ber

Hún hring minn ber
(Lag / texti: erlent lag / Baldur Pálmason)

Hún hring minn ber á hendi sér
og heill úr augum skín,
hún sýni þér og sannar mér
að sé hún stúlkan mín.
Ég hringinn dró á hönd svo fagurgerða
og henni gaf ég nafnið Baugalín.

Þann tryggðahring, gullna táknið um hamingjubrunna
sem tæmast munu ei, eða hrynja til grunna.
Hún hét að bera hann sem og heitast mér unna,
ég glaður syng, því glöð hún hring minn ber.

Þann tryggðahring, gullna táknið um hamingjubrunna
sem tæmast munu ei, eða hrynja til grunna.
Hún hét að bera hann sem og heitast mér unna,
ég glaður syng, því glöð hún hring minn ber.

[m.a. á plötunni Vilhjálmur Vilhjálmsson – Fjórtán fyrstu lögin]