Í fjörunni
(Lag / texti: Magnús Eiríksson)
Geng ég um í fjörunni við þungan sjávarnið.
Þar sem angan er af tjörunni og bátar liggja á hlið.
Öldur hafsins falla að ströndu ótt.
Hugur minn til flugs sig hefur skjótt
Fjarlægt tif í trilluvél, tindrar sól á sæ.
Brotnar undan færi skel í blíðum sunnanblæ.
Bylgjur hafsins falla að ströndu ótt.
Hugur minn til flugs sig hefur skjótt.
Fullum seglum burt frá strönd fljúga draumaskip.
Eitthvað út í ókunn lönd ég þrái að fara í svip.
Öldur hafsins falla að ströndu ótt.
Hugur minn til flugs sig hefur skjótt.
[af plötunni Mannakorn – Brottför kl. 8]














































