Í klíkunni
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)
Prinsinn Póló lokkar mann inn
á gildaskálann, bás númer fimm,
þar hangir klíkan daginn út og inn.
Vagninn Kaiser keisarans er
á átta götum, ekur hann sér,
hlær og segir: Sama er mér
því ég er kavalier og rúntinn fer með elegans.
Uppi‘ í holti ein í leyni
ég reyni að sýnast stór,
púa undir stórum steini
London docks.
Ég er þrettán á líkama og sál,
anda, hugsa, tala líkt mál
og þið sem þykist skilja mig
en ég er morgunbarn, ykkar veröld sólarlag.
[af plötunni Spilverk þjóðanna – Götuskór]














































