Maria Lagarde (1927-76)

Maria La-Garde

Danska leik- og söngkonan Maria Lagarde (einnig ritað La-Garde) (1927-76) kom hingað til lands sumarið 1954 eftir að hafa verið á tónleikaferðalagi um Þýskaland, og skemmti hér í nokkrar vikur við miklar vinsældir við undirleik Hljómsveitar Carls Billich. Hún söng lög á ýmsum tungumálum og var það sérstaklega auglýst að hún myndi syngja lagið Vökudraumar eftir Jenna Jóns, þá vakti einnig mikla athygli að hún skyldi jóðla en slíkt hafði þá líklega ekki heyrst hér á landi.

Þrátt fyrir að dveljast hér einungis í fáeinar vikur gaf hún sér tíma til að taka upp eitt lag sem gefið var út um haustið af Íslenzkum tónum á 78 snúninga plötu ásamt Alfreð Clausen við undirleik Hljómsveitar Carls Billich, það var síðan endurútgefið fáeinum árum síðar.

Efni á plötum