Tónleikar til heiðurs Palla Hauks

Blúsunnandinn og stjórnandi hátíðarinnar Blús milli fjalls og fjöru á Patreksfirði, Palli Hauks, lést í maí síðastliðinn. Blúsfélag Reykjavíkur blæs til tónleika á Ölveri sportbar föstudagskvöldið 26. september nk. en þeir eru haldnir sem virðingarvottur við Palla og til heiðurs minningu hans. Á svið stíga: Jón Ólafsson – bassi og söngur Ásgeir Óskarsson – trommur Guðmundur Pétursson – gítar…

Afmælisbörn 16. júlí 2025

Átta afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sjötíu og tveggja ára í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Hljómsveit Stefáns P. (1976-)

Líklega hafa fáar hljómsveitir á Íslandi verið jafn langlífar og Hljómsveit Stefáns P. Þorbergssonar flugmanns en sveit hans hefur starfað nokkuð samfleytt frá árinu 1976 en stopulla síðustu áratugina, hún hefur þó aldrei hætt störfum. Sveitin hefur e.t.v. ekki verið mest áberandi eða vinsælasta hljómsveitin hvað útgefna tónlist varðar en hún hefur þó sent frá…

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

Afmælisbörn 16. júlí 2024

Átta afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sjötíu og eins árs í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…

Heimsreisa Höllu [tónlistarviðburður] (1998-2008)

Heimsreisa Höllu var tónlistardagskrá sem var í höndum Egils Ólafssonar og Tríós Björns Thoroddsen, sem skipað var auk Björns sem lék á gítar þeim Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara en Egill og tríóið höfðu þá starfað saman frá árinu 1993. Dagskráin var upphaflega sett saman fyrir tónlistarverkefnið Tónlist fyrir alla sem sett var…

Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

Strax (1986-90)

Saga hljómsveitarinnar Strax er óneitanlega samofin sögu Stuðmanna enda var þetta ein og sama sveitin framan af – útflutningsútgáfa Stuðmanna, segja má að Strax hafi síðar klofnað frá hinum stuðmennska uppruna sínum og orðið að lokum að sjálfstæðri einingu sem fjarskyldur ættingi. Upphaf Strax má rekja til Kínaferðar Stuðmanna en forsagan er sú að árið…

Afmælisbörn 16. júlí 2023

Sjö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sjötugur og fagnar því stórafmæli í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple,…

Svif (1995-96)

Hljómsveitin Svif starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og 96 og var sérstæð að því leyti að hún hafi enga fasta liðsskipan. Sveitin sem mestmegnis mun hafa leikið hefðbundna blús- og soultónlist kom fyrst fram í júní 1995 og voru meðlimir hennar þá Georg Bjarnason bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þór Breiðfjörð…

Sunnan þrír (1993-94)

Hljómsveit sem bar nafnið Sunnan þrír og var væntanlega tríó lék reglulega á mexíkóskum veitingastað á höfuðborgarsvæðinu haustið 1993 og svo einnig að minnsta kosti einu sinni á Gauki á Stöng eftir áramótin 1993-94. Ásgeir Óskarsson (Stuðmenn, Þursaflokkurinn o.fl.) var einn meðlima Sunnan þriggja, lék væntanlega á trommur en ekki er vitað hverjir aðrir léku…

Stuðmenn (1969-)

Hljómsveitin Stuðmenn ber sæmdartitilinn „hljómsveit allra landsmanna“ með réttu, kynslóðirnar eiga sér uppáhalds tímabil í sögu sveitarinnar og í henni hafa skipst á skin og skúrir eins og hjá öðru tónlistarfólki, ekki síst vegna þess langs tíma sem hún hefur verið starfandi. Stuðmenn hafa tekið mislangar pásur og birst aftur nýjum kynslóðum sem tekið hafa…

Afmælisbörn 16. júlí 2022

Sjö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sextíu og níu ára í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…

Smuraparnir (1994)

Smuraparnir (Smurapar) var djass- eða bræðingshljómsveit sem lék töluvert opinberlega vorið og sumarið 1994, m.a. á uppákomu tengdri Listahátíð í Reykjavík. Sveitin var að mestu skipuð þeim sömu og þá skipuðu Tamlasveit Egils Ólafssonar en upphaflega átti sú sveit að bera Smurapa-nafnið. Meðlimir hennar voru Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og…

Blúshátíð í Reykjavík 2022

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin nú um páskana en hún hefur ekki farið fram síðan 2019 af óviðráðanlegum orsökum. Hátíðin verður með breyttu sniði í ár en einungis verða einir tónleikar í boði – miðvikudagskvöldið 13. apríl nk. (kvöldið fyrir skírdag) kl. 20, sannkölluð tónlistarveisla þar sem allir bestu blúsarar landsins koma fram á Hilton…

Afmælisbörn 16. júlí 2021

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sextíu og átta ára í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…

Frakkar (1982-85 / 1988)

Hljómsveitin Frakkar starfaði um þriggja ára skeið á fyrri hluta níunda áratugarins, lék funkskotið rokk og sendi frá sér eina breiðskífu. Sveitin náði þó aldrei að komast í fremstu röð í vinsældum og lognaðist smám saman útaf. Aðdragandi þess að hljómsveitin var stofnuð var sá að Þorleifur Guðjónsson bassaleikari hafði verið rekinn úr Egó haustið…

Flautaþyrlarnir [2] (1998)

Árið 1998 starfrækti Herdís Hallvarðsdóttir (Grýlurnar, Islandica o.fl.) hljómsveit sem bar heitið Flautaþyrlarnir en sú sveit var líklega starfandi innan Fíladelfíusafnaðarins og flutti því trúarlegt efni, sveitin mun einnig hafa flutt efni á tónleikum sem Herdís hafði þá nýverið sent frá sér á sólóplötunni Það sem augað ekki sér. Meðlimir sveitarinnar auk Herdísar sem lék…

Afmælisbörn 16. júlí 2020

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sextíu og sjö ára í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…

Gullfiskar (1988-89)

Hljómsveitin Gullfiskar starfaði í fáeina mánuði veturinn 1988-89 en hún var sett saman til að kynna sólóplötu Herdísar Hallvarðsdóttur (Grýlurnar, Islandica o.fl.) sem bar einmitt titilinn Gullfiskar og kom út um það leyti. Meðlimir sveitarinnar voru meðal þeirra sem unnu að plötu Herdísar en þeir voru auk hennar sjálfrar sem söng og lék á bassa,…

Gott [1] (1990)

Pöbbabandið Gott starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið og haustið 1990 en sveitin var skipuð þekktum tónlistarmönnum úr popp- og rokkgeiranum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Eyjólfur Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Þorsteinn Magnússon gítarleikari. Sveitin virðist aðeins hafa starfað í fáa mánuði.

Menning [1] (um 1970)

Hljómsveitin Menning starfaði líklega í lok sjöunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum. Meðlimir voru á einhverjum tímapunkti þeir Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ragnar Gíslason gítarleikari og Guðmundur Erlendsson gítarleikari [?]. Á einhverjum tímapunkti starfaði Stefán Andrésson gítarleikari með sveitinni í stað Guðmundar. Frekari upplýsingar óskast sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 16. júlí 2019

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er 66 ára. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís, Pelican og Eik. Í…

Vinir Dóra (1989-)

Blússveitin Vinir Dóra hefur starfað síðan í blúsvakningu þeirri sem varð hér á landi í kringum 1990. Sveitin hefur haldið hundruð tónleika í gegnum tíðina hér heima og erlendis, fengið til samstarfs við sig fjölda annarra tónlistarmanna og sent frá sér nokkrar plötur. Hálfgildings tilviljun var þess valdandi að sveitin varð til en hún var…

Vanir menn (1990-2001 / 2008-11)

Það fer ekki mikið fyrir hljómsveitinni Vönum mönnum í íslenskri tónlistarsögu en þessi sveit lék um árabil á dansstöðum borgarinnar auk þess að vera öflug á árshátíðarmarkaðnum, þá komu út nokkur lög með sveitinni á safnplötum. Vanir menn komu fyrst við sögu árið 1990 og virðist hafa spilað nokkuð stopult opinberlega framan af. Sveitina skipuðu…

Varnaglarnir (1987)

Varnaglarnir var hljómsveit sett saman snemma árs 1987 í tilefni af átaki Landlæknisembættisins gegn eyðnismiti, sveitin mun þó ekki hafa komið fram opinberlega heldur einungis tekið upp eitt lag sem hlaut nafnið Vopn og verjur. Í laginu var hvatt til smokkanotkunar til að sporna gegn eyðnismiti og samhliða því voru gefin út veggspjöld þar sem…

Blúskompaníið (1967-)

Blúskompaníið er elsta blússveit landsins, brautryðjandi í blústónlist hérlendis, hefur starfað með hléum um langan tíma og er eftir því best verður komist enn starfandi. Þeir Magnús Eiríksson gítarleikari og Erlendur Svavarsson trommuleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Pónik um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en voru hættir í þeirri sveit þegar þeir voru farnir…

Blámakvartettinn (1976-90)

Nafn Blámakvartettsins kom ekki til sögunnar fyrr en árið 1989 en sveitin hafði þá í raun verið starfandi allt frá 1976 með hléum, án nafns. Meðlimir Blámakvartettsins voru Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Björgvin Gíslason gítarleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari, þeir félagar sungu allir en fengu sér til fulltingis gestasöngvara á stundum s.s. Stefán…

Bláa sveiflan (1992)

Árið 1992 var starfandi djasshljómsveit sem kom fram stöku sinnum undir nafninu Bláa sveiflan. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Vilhjálmsson kontrabassaleikari, Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og söngkonan Berglind Björk Jónasdóttir. Ásgeir Óskarsson trommuleikari lék einnig með sveitinni í einhver skipti. Ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfaði.

Afmælisbörn 16. júlí 2018

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er 65 ára. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís, Pelican og Eik. Í…

Trix [1] (1968-71)

Hljómsveitin Trix var ein þeirra fjölmörgu sveita sem spruttu upp á yfirborðið á bítla- og hippatímum síðari hluta sjöunda áratugarins. Trix var stofnuð vorið 1968 og í upphafi voru í henni Árni Vilhjálmsson trommuleikari, Guðjón Sigurðsson bassaleikari, Þorsteinn Þorsteinsson söngvari, Stefán Andrésson gítarleikari og Ragnar Gíslason einnig gítarleikari. Sveitin vakti fyrst athygli þegar hún hafnaði…

Trap (1967-70 / 2010-)

Hljómsveitin Trap var starfandi á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar á Ísafirði, meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum enda var hún starfrækt í Gagnfræðiskólanum í bænum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en hér er giskað á 1967-70). Meðlimir Traps voru Stefán Símonarson gítarleikari, Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari, Kristján Hermannsson…

Jólablús á Hilton 21.12. kl. 21

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir Jólablús með Vinum Dóra á Vox club á Hótel Hilton fimmtudagskvöldið 21. desember nk. kl. 21:00. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af Vinir Dóra eru Halldór Bragason…

Terso (1967-68)

Hljómsveit sem bar heitið Terso var starfandi í Austurbæjarskóla, að öllum líkindum 1967 og 68. Meðlimir þessarar sveitar, sem eðli málsins samkvæmt voru ungir að árum, voru Gunnar Hermannsson bassaleikari, Þorvaldur Ragnarsson gítarleikari [?], Júlíus Agnarsson gítarleikari [?] og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Sagan segir að Ásgeir hafi í fyrstu ekki fengið inngöngu í sveitina þar…

Tatarar (1968-72)

Hljómsveitin Tatarar vöktu nokkra athygli á tímum blóma- og hippabarna, sveitin sendi frá sér tvær athyglisverðar smáskífur með fjórum lögum og eitt þeirra lifir enn ágætu lífi. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 af nokkrum strákum á menntaskólaaldri, reyndar höfðu þeir félagar starfað undir ýmsum nöfnum frá árinu 1966 s.s. Tacton, Bláa bandið og Dýrlingarnir en…

Afmælisbörn 16. júlí 2017

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er 64 ára. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís, Pelican og Eik. Í…

Þrír á palli [1] (1987-88)

Kvartettinn Þrír á palli var starfræktur 1987 og var eins konar útibú frá Frökkunum, meðlimir sveitarinnar voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Ásgeir Óskarsson gítarleikari og söngvari en sá síðast nefndi er öllu þekktari sem trommari. Stundum söng Ólafía Hrönn með þeim félögum en Ásgeir var ekki í þeirri útgáfu…

Scream (1967-69)

Blúsrokksveitin Scream starfaði á árunum 1967-69 og sérhæfði sig í tónlist hljómsveitarinnar Cream sem þá var á hátindi frægðar sinnar. Meðlimir Scream voru þeir Egill Ólafsson söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Gunnar Hermannsson bassaleikari og Júlíus Agnarsson gítarleikari en þeir voru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir. Sveitin leið sitt skeið en meðlimir hennar áttu…

Jólablús Vina Dóra

Vinir Dóra framreiða svokallaðan Jólablús að Hallveigarstíg 1 fimmtudagskvöldið 22. desember nk. kl. 21:00. Vinir Dóra eru Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og söngvari og Jón Ólafsson bassaleikari og söngvari en Jón „Skuggi“ Steinþórsson annast hljóðvinnslu. Miðaverð á Jólablúsinn er kr. 2.900 en einnig er boðið upp…

Björgvin Gísla og félagar á Rósenberg

Mánudagskvöldið 7. nóv. nk. munu Björgvin Gíslason og félagar mæta á blúskvöld á Cafe Rósenberg við Klapparstíg kl. 21:00. Sveitin er skipuð þeim Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara, Sigurði Sigurðssyni söngvara og munnhörpuleikara, Jens Hanssyni saxófónleikara og Tómasi Jónssyni hljómborðsleikara, auk Björgvins sem leikur auðvitað á gítar. Björgvin Gísla hefur í áratugi mundað gítarinn…

Icecross [1] (1972-73)

Tríóið Icecross hefur í gegnum tíðina smám saman fengið á sig goðsagnakenndan blæ fyrir það eitt að eina plata sveitarinnar hefur gengið kaupum og sölum milli plötusafnara dýru verði, sveitin náði þó aldrei neinum sérstökum vinsældum þann tíma sem hún starfaði. Það voru þeir Axel Einarsson söngvari og gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari sem stofnuðu…

Blús á Café Rósenberg

Blúsfélag Reykjavíkur efnir til blúskvölds í kvöld, mánudagskvöldið 3. október klukkan 21, á Café Rósenberg við Klapparstíg. Það verða þau Kristján Kristjánsson (KK), Andrea Gylfadóttir, Ásgeir Óskarsson, Guðmundur Pétursson, Pétur Tyrfingsson, Halldór Bragason, Jón Ólafsson og Sigurður Sigurðsson sem halda uppi blús stemmingunni í kvöld. Blúskvöld verða haldin fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði veturinn 2016-17…

Póker (1977-79)

Hljómsveitin Póker er ein þeirra sveita sem kennd er við Pétur Kristjánsson og var starfandi á áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð í kjölfar þess að Paradís hætti og gagngert til þess að slá í gegn á alþjóða vettvangi en slíkar fyrirætlanir höfðu mistekist hjá Paradís. Paradís var stofnuð vorið 1977 upp úr Paradís…

Afmælisbörn 16. júlí 2016

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er 63 ára. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís, Pelican og Eik. Í…

Paradís [1] (1975-77)

Hljómsveitin Paradís var ein þeirra sveita sem Pétur W. Kristjánsson setti á laggirnar og bar nánast á herðum sér en hún var miðdepill mikillar dramatíkur sem átti sér stað í íslenskri poppsögu um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Forsaga Paradísar var sú að Pétur hafði verið í hljómsveitinni Pelican en sú sveit hafði stefnt á…

Jólablús Vina Dóra á fimmtudagskvöldið

Fimmtudagskvöldið 17. desember nk. munu Vinir Dóra troða upp með jólablúskvöld í Iðnaðarmannahúsinu á Hallveigastíg 1. Gjörningurinn hefst klukkan 21 og er miðaverð á tónleikana kr. 2500. Vini Dóra skipa Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og söngvari, og Jón Ólafsson bassaleikari og söngvari. Í miðjum erli aðventunnar,…

Draumasveitin (1991-92)

Hljómsveitin Draumasveitin var tímabundið verkefni í kringum útgáfu fyrstu sólóplötu Egils Ólafssonar, Tifa tifa, sem kom út fyrir jólin 1991. Þeir Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari höfðu leikið í upptökunum fyrir plötuna og voru tilbúnir í verkefnið en auk þeirra bættust í hópinn Þorsteinn Magnússon og Björgvin Gíslason gítarleikarar og Berglind Björk Jónasdóttir…

Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar (1991-92)

Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar var hljómsveit sem lék undir á söngskemmtuninni Aftur til fortíðar: íslenskir tónar í 30 ár – 1950-80, sem sett var á svið á Hótel Íslandi veturinn 1991-92 en þar sungu fjölmargir dægurlagasöngvarar af nýrri kynslóð sem þá var að koma upp, söngvarar eins og Páll Óskar Hjálmtýsson, Móeiður Júníusdóttir, Daníel Ágúst Haraldsson…

Björgvin Gísla og hljómsveit á Rósenberg

Vetrarstarfið er nú að hefjast í áttunda sinn hjá Blúsfélagi Reykjavíkur. Blúskvöldin verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Rósenberg. Fyrsta blúskvöldið verður mánudagskvöldið 5. október nk. klukkan 21:00. Björgvin Gíslason gítarleikari og hljómsveit, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Sigurður Sigurðsson söngvari og munnhörpuleikari, Jens Hanson saxófónleikari og Tómas Jónsson hljómborðsleikari gera allt vitlaust…