Afmælisbörn 2. september 2015

Steindór Andersen

Steindór Andersen

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag:

Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað kórnum um tíma. Hans hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og er tónleikaplata Sálarinnar hans Jóns míns, 12. ágúst ´99 ein þeirra en Hans er einmitt faðir Jenss Hanssonar saxófónleikara Sálarinnar.

Steindór Andersen kvæðamaður frá Suðureyri  við Súgandafjörð er sextíu og eins árs gamall í dag. Margir muna eftir samstarfi Steindórs og hljómsveitarinnar Sigur rósar upp úr aldamótum en Steindór túraði með sveitinni og kvað rímur, einnig kom út plata með því samstarfi. Að minnsta kosti þrjár aðrar plötur hafa komið út með Steindóri þar sem hann kveður m.a. Úlfhamsrímur, en meðal samstarfsmanna hans er Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði.