![Benedikt Elfar[2]](https://hraunbaer.files.wordpress.com/2015/09/benedikt-elfar2.jpg?w=219&h=300)
Benedikt Elfar
Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag:
Benedikt (Árnason) Elfar tenórsöngvari hefði átt afmæli þennan dag. Hann fæddist 1892 á Eyjafjarðarsvæðinu og ólst upp þar en fluttist suður til Reykjavíkur á unglingsárum. Þar nam hann guðfræði og söng en hætti síðar í guðfræðinni til að fara erlendis til frekara söngnáms í Danmörku og síðar Þýskalandi og Noregi. Að námi loknu söng hann víða hér heima á tónleikum (og erlendis) en hann kenndi einnig söng og stýrði kórum, hann rak ennfremur hljóðfæraverslun og varð líklega fyrstur hérlendis til að hafa tónlist í hátalara utan dyra við verslun sína. Benedikt Elfar lést 1960.