Þúsund og ein nótt ku hafa verið hljómsveit starfrækt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í kringum 1990, að minnsta kosti árið 1989 og 1990 en síðarnefnda árið sigraði sveitin hljómsveitakeppni NFFA sem haldin var innan skólans og átti líklega efni á safnkassettu sem gefin var út í tilefni af keppninni.
Meðlimir Þúsund og einnar nætur voru þeir Orri Harðarson gítarleikari (síðar kunnur tónlistarmaður), Ólafur Páll Gunnarsson söngvari (síðar dagskrárgerðarmaður á Rás 2), Hrannar Hauksson gítarleikari og Júlíus Björgvinsson trommuleikari. Ólafur Páll var jafnframt kjörinn besti söngvari keppninnar.














































