Hljómsveitin Trassarnir var undanfari hljómsveitarinnar Ofris frá Keflavík, og var skipuð ungum meðlimum á grunnskólaaldri.
Meðlimir sveitarinnar voru Magnús Þór Einarsson bassaleikari, Þröstur Jóhannesson söngvari og gítarleikari, Helgi Víkingsson trommulekari, Jón Helgason gítarleikari og Júlíus Friðriksson gítar- og bassaleikari.
Trassarnir voru að öllum líkindum fremur skammlíf sveit.














































