Afmælisbörn 2. ágúst 2018

Hlynur Aðils

Í dag kemur eitt tónistartengt afmælisbarn við sögu á skrá Glatkistunnar:

Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna fyrir tónverk sín. Aðrar sveitir sem hann hefur unnið með er eru m.a. Vinir Saddams, Fallega gulrótin, Njúton (Atonal future / Aton) og Olympia.