
Bismarck
Litlar upplýsingar finnast um hljómsveitina Bismarck frá Stöðvarfirði, svo virðist sem hún hafi verið starfandi árið 1981 og voru þá Garðar Harðarson bassaleikari, Páll [?] gítarleikari, Þórður [?] trommuleikari og Magnús Axel Hansen gítarleikari í sveitinni.
Árið 1982 sendi sveitin frá sér plötuna Ef vill en þá var hún orðin að tríói Garðars, Magnúsar og Jóhanns Steindórssonar trommuleikara. Á einhverjum tímapunkti var Jóhannes Pétursson bassaleikari í Bismarck og fleiri gætu einnig hafa komið við sögu sveitarinnar.
Tónlist Bismarck var skilgreind sem blúsrokk en á plötunni var að finna tíu lög sem flest voru eftir Garðar Harðar en eitt laganna var gamall slagari – Anna í Hlíð.
Platan vakti litla athygli þegar hún kom út en hún hlaut varla nema sæmilega dóma í DV.














































