Geta pabbar ekki grátið?
(Lag / texti: Síðan skein sól / Helgi Björnsson)
Eitt lítið tár
læðist niður kinnina þína,
einmana vinalaus,
lítill í hjartanu og smár.
Brosið þitt
gægist samt alltaf í gegnum tárin,
manstu hvað þú sagðir
einu sinni við mig.
Geta pabbar ekki grátið?
Allir að dást að því
hvað þú sért stór og sterkur,
kinkað kolli og klappað
hraustlega á bak.
Ef þú svo dettur og meiðir þig
máttu ekki gráta,
það er sko merki
um dugleysi og aumingjaskap.
Geta pabbar ekki grátið?
[af plötunni Síðan skein sól – Síðan skein sól]














































